Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 23
23
Athugasemdir.
i. gr.
Tímamörkin í þessari grein og greinunum á eftir
eru sett svo, að samningu kjörskránna og úrskurðum á
þeim á að geta verið lokið á þeim tima, sem ráð er
gert fyrir, með jafntiðum póstsamgöngum og nú eru,
3- gr-
Verkahringur undirkjörstjóra er svo skýrt ákveðinn
og óbrotinn, að með engu móti getur verið isjárvert að
fela þann starfa leikmönnum, enda er það gert í öllum
þeim löndum, sem hafa heimullegar kosningar (Þýzkaland,
Bandaríkin, Canada, Australía o. s. frv.).
S-
Það er auðvitað, að ef kaupstað er skift í kjördeild-
ir, verður að hafa sérstaka kjörskrá fyrir hverja kjördeild,
og verður hver kjósandi að greiða atkvæði i þeirri , kjör-
deild, þar sem hann er á kjörskrá, þótt hann kynni að
vera fluttur i aðra kjördeild eftir að kjörskrá var samin.
8. gr.
Sjá athugasemd við i. gr.
io. gr.
Hér er ákveðið, að sá er áfrýja vill úrskurði sýslu-
manns skuli að eins senda yfirkjörstjórninni skriflega yfir-
lýsingu sína um það, þvi að eigi er ætlast til að neinar
nýjar ástæður eða gögn komi fram.
12. gr.
í stað þess, að í öðrum löndum, sem hafa þessa
kosningaraðferð, er sendur maður gagngert með seðlana
í innsigluðum kassa til yfirkjörstjórnarinnar, þá hefir þótt
óhult, eftir því sem hér til hagar, að velja þá kostnaðar-
minni aðferð að senda kjörgögnin með pósti, þar sem
hér eru líka sett ákvæði, sem ætla má tryggjandi, um
sterkleika og innsiglun umbúða.