Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 25
25
að úrskurða aðra seðla en f'á, sem undirkjörstjórnin hefir
sent sem vafa-seðla. Hina, sem undirkjörstjórn og um-
boðsmönnum þingmannaefna hefir komið saman um að
gildir séu eða ógildir, er ekki nægileg ástæða til að leggja
undir frekari úrskurð.
42- og 43. gr.
Það er samkvæmt eðli þessarar kosningaraðferðar, að
það nægi til kosningar að hafa fleiri atkvæði en hver
hinna frambjóðandanna, áu þess að heimtaður sé meiri
hluti allra greiddra atkvæða, enda hlyti þetta síðara skil-
yrði að valda miklu ómaki og kostnaði, úr þvi að kosið er
á fleirum en einum stað í kjördæminu, þar sem slikt oft
og einatt hlyti að valda endurteknum kosningum, hver
veit hvað oft, með nægilegum kcsningarfyrirvara á milli
hverrar. Auk þess ættu ákvæðin um framboðsgjald að
hafa þau áhrif, að atkvæði færu siður á dreif. í þeim
enskumælandi löndum, sem hafa bessa kosningaraðferð,
er að eins heimtaður fleirihluti (pluralitet) en ekki meiri-
hluti (majoritet) til kosningar. Með þvi móti sem hér
er ákveðið verður kosningin margfalt óbrotnari.
48. gr.
Tilfelli þau, sem hér er gert ráð fyrir, milnu að
eins örsjaldan geta komið fyrir, en nauðsyn á hinu, ef
svo ólíklega færi, að sjá svo um sem gert er hér, að
þau valdi sem minstri töf.
49- gr-
Þeirri reglu er annars fylgt í frumvarpi þessu, að
láta sem fæst er kosningu snertir þurfa að koma til at-
kvæða alþingis, þar eð reglulegir dómarar virðast betur
til fallnir að úrskurða kosningarrétt manna, og eins er
yfirkjörstjórn ætlað að meta gildi eða ógildi seðla o. s.
frv. Yfirkjörstjórn ætti að vera að minsta kosti eins fær
um það og alþingi, en ábyrgðartilfinningin þeim mun
ríkari hjá henni sem hún er fámennari, enda líklegt að