Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 26
2 6
freistingin til hlutdrægni geti orðið meiri hjá tæpum
meiri hluta á þingi. Auk þess er það jafn-óhagíelt bæði
einstökum þingmanni og þinginu í heild sinni, að vafi
sá sem á kosningum gæti leikið sé ekki leystur fyr en
á þing er komið, og gæti af því leitt, að kjördæmi yrði
þingmannslaust eitt þing. En þá er yfirkjörstjórn hefir
skorið úr þeim vafamálum, sem hér eru undir hennar
úrskurð lögð, þykir vissan talsvert meiri fyrir, að þingið
sýni eigi gerræði í úrskurði sínum um lögmæti kosning-
arinnar. Alt um það virðist nokkuð öðru máli að gegna
um kjörgengi þingmanns. Ættu dómarar að kveða upp
úrskurð um það, hlytu þeir að fara þar nákvæmlega og
smásmuglega eftir strangasta bókstaf laganna og gæti þar
stundum fylsta réttlæti orðið að óréttlæti, t. d. ef maður
telur fæðingardag sinn eftir beztu vitund eða jafnvel op-
inberum skjölum, og er samkvæmt því kjörgengur, en
síðar verður grafið upp úr kirkjubók að hann sé fæddur
nokkrum dögum síðar, og sé samkvæmt því ókjörgeng-
ur. Þessara og annara mjög smávægilegra kjörgengis-
galla er á þingsins valdi að taka ekki tillit til, enda
mundi þingið aldrei gera það samkvæmt bví, sem hing-
að til hefir tíðkast. Því hefir þótt réttast að ætla þing-
inu að fella úrskurð um kjörgengi þingmanna án þess að
álit annara komi til. Með þessu móti sker alþingi þá
sjálft úr, hvort þingmenn þess eru löglega kosnir (sbr.
29. gr. Stjskr.).