Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 28
28
verður sagt hvort sé réttara að lesa stillanda eða scillanda.
Nú held eg að sú ev geti verið Hjaltland, eins og dc
Saint-Martin getur til, því enska framburðinum á Shet-
land ber mjög vel saman við stafsetninguna scillanda hjá
mauni, er ekki þekti til enska rMiljóðsins í móðurmáli
síns sjálfs. Og það sem höfundur catalanska kortsins
segir um eyjarskeggja, að þeir séu kristnir og tali nor-
rænu, getur lika vel átt við Hjaltlendinga fjórtándu aldar.
Með tilliti til nafnsins stoc-fis á kortum eftir Bianco
og aðra, er það að segja, að líklega mun hafa staðið á
einhverju þýzku landabréfi orðið stock-fisch (harð-fiskur)
hjá mynd af fiskahlaða, er verið hefir á kortinu, og svo-
hefir útlendingur, er eigi skildi þýzka orðið, haldið að
það væri nafn á eyju, og svo er það tekið upp i hvert
kortið eftir annað, eins og t. d. á öðrum uppdráttum,
hvalsaukaköggull verður að eyjagarði, og eins og bæði
kortin eftir Zeni-bræðurna, Donis og aðra hafa gjört
hlutanöfn að nöfnum á eyjum, nesjum og fljótum. Eitt
hið merkasta dæmi þess eru orðin Waluisch id est Cete
scopulus á uppdrættiuum í Baselsútgáfu Norðurlandasög-
unnar eftir Olaf Magnússon Uppsalaerkibiskup (að nafn-
bót). Líklega hefir á einhverju heimildarkorti verið hvals
mynd með orðinu walfisch (það er hvalur á þýzku), en
hún verið óljós, og svo sá misskilið hana, er teiknaði
uppdráttinn, og haldið það vera nes. En einnig er mögu-
legt, þótt mér þyki það eigi líklegt, að waluisch . . .
scopulus eigi kyn sitt að rekja til bæjarnafnisins Hvalsness
í Breiðdalshr. (S.-Múlas.).
Nöfnin á Zamoiskiska kortinu eru reyndar óskiljan-
leg, en sum má þó skýra. Þar sem önnur landabréf
hafa nafnið hanos les eg hér hauos og á það líklega að
tákna Hofsós í Skagafirði. Þar er teiknað milli og
skammstafanar f. (þ. er fluvius, fljót) breið á, svo höf-
undurinn hefir víst haldið að Hofsós væri stórfljót, en