Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 32
32
að í föskebot í dönsku handriti — sbr. Landfræðissögu
Þorvalds, II, 192 og Arkiv för nordisk filologi XV, 198.
Aisel á evjalýsingu eftir Porcacchi er eflaust Eyjafell
þ. e. a. s. Eyjafjöll, því / og / gátu mjög auðveldlega
mislesist hvort fyrir annað.
Að því er snertir nöfnin Vestrabord og 0strabord á
uppdráttunum eítir Olaj erkibiskup Magnússon og marga
aðra, þá getur vel verið að það hafi upprunalega átt við
Vestfjörðu, eins og bæði Þorvaldur og Ólafur geta til.
En Ólafur erkibiskup hefir víst sjálfur skilið orðið á ann-
an veg, eins og sjá má í Norðurlandasögu hans. Þar segir á
21. bls.: »Sú höfn (portus) er á Islandi, það er að segja á
»einhverri eyju nærri íshafinu og undir umráðum Noregs-
»konungs, sem heitir á tungu þjóðarinnar (vulgari sermone)
»»Vestrabord«, það er »hin vestri« (Occidentalis). Nærri
»þessari höfn kastast brynjaðir menn, er ríða um svæðin
»í grend við ströndina, að velli af völdum vestanvinds-
»ins«. Þetta sýnir að hann hefir auðsjáanlega ruglað
saman hinu latneska orði portus (höfn) og hinu íslenzka
orði borð. Ostrabord er nú andstæða orðsins Vestrabord
til þess að fá uppdráttinn fyllri af nöfnum. Seinna í
bókinni (á 68. bls.) kemur líka fyrir portus Vestrabord
Islandiæ (höfn Vestrabord á íslandi). Þetta leyfi eg mér
að endurtaka á þessum stað, þótt eg hafi þegar sagt það
áður í athugasemd við hina þýzku þýðingu mína á bók
dr. Þorvalds I, 129, enda mun þýzka útgáfan ekki vera
kunn mörgum íslendingum.
Sagan hans Martins Behaims um hvitu mennina á
Islandi á eftir minni skoðun rót sína að rekja til mis-
skilnings. Sagan um hvítu fálkana hefir mislesist h]á ein-
hverjum þýzkum manni, því »fálki« heitir á þýzku jalke
eða jalk, og »menn«, »þjóð« heitir jolk (núnaritað volk),
og svo hefir sagan greinst í tvent og Martin Behaim
tekur hvorttveggja upp. Á kúlunni hans stendur bæði