Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 33
hie jecht man weiszen Jalcken >hér veiða menn hvíta fálka*
og hie findt man schön weisz Jolck »hér finst fallegt hvítt
fólk«.
A 199. bls. ritgjörðar sinnar segir Ólafur kandídat
Davíðsson, að André Thevet segi i heimslýsingu sinni að
íslendingar kalli sálir látinna manna »cherépycoiiare«, en
djöfulinn »Agnan hypóuchy«. Það er rangt að tvennu
leyti. Þar stendur eigi cherépycouare, heldur cherépycollare,
enda er ti ekki til í frakkneska stafrófiriu. Ef til vill hef-
ir pappírinn í því eintaki, er Ólafur hafði fyrir sér, verið
skaddaður, svo að smápartar /-anna hafa fallið úr. Thevet
segir heldur eigi að Islendingar kalli sálir andaðra manna
cherépycollare o. s. frv., heldur að íslendingar hafi svip-
aða sálna- og djöflatrú og einhverjir villimenn milli
hvarfbauganna, sem gefa sálunum og djöflunum þessi
nöfn.
Loksins má geta þess, að auk korts þess eftir Willem
Barents, sem dr. Þorvaldur nefnir í bók sinni (I, 258) er
annað til með hér um bil sama titli á latínu og hol-
lenzku. I hægra horninu að neðan stendur Auctore Wil-
helmo Bernardo Cornelius Nickolai excudebat Baptista á
Doetrechum schulpsit aö 1598. Af því það er af öllum
eldri uppdráttum, sem eg hefi handleikið, hinn elzti, sem
íslenzku staðanöfnin eru að nokkru leyti svipuð á, skal
nefna þau hér á eftir. Kringum strendur landsins standa
í sömu röð og eg tilfæri þau, andsælis:
Kollewig.
Bredefiord.
Eldey.
Geiejulasker.
Rykianes.
Hajnanes (Nes í Selvogi).
West mana eyar.
3