Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 37
37
þjóðanna, íslendinga ekki síður en annarra. Það liggur í
hlutarins eðli, að slikt verður ávalt nokkuð undir álitum
komið, nema málið haíi verið rannsakað mjög vandlega.
Hliðarnar eru svo margar á mentun mannsandans. Og
mælikvarðinn er svo misjafn. Auk þess er mentunará- ,
standinu ekki eins farið í öllum landshlutum. Verulegar
rannsóknir málinu viðvíkjandi hafa alls ekki farið fram.
Mér er nú ekki alls kostar ljóst, á hverju menn eink-
um byggja þá skoðun, að alþýða sé vel mentuð hér á
landi. Eg hefi hvergi séð neina verulega grein fyrir þvi
gerða. En mér skilst svo, sem menn byggi það einkum
á tvennu; því
að allir menn séu læsir hér á landi, og þar af leið-
andi engin alger vanþekking til; og
að lestrarfýsn almennings sé mikil.
Um lestrarkunnáttuna, það að vera læs, er nú það að
segja, sem líka hefir verið margsinnis um hana sagt, að
hún er í sjálfu sér engin mentun, heldur mentunarfæri
að eins. Og hún er stður en ekki eina mentunarfærið.
Því fer mjög fjarri, að menn mentist á þann hátt ein-
göngu að lesa bækur. Hún hefir jafnvel ekki ávalt verið
sjálfsagt mentunarfæri, þó að hún sé það nú. Aþenu-
menn voru ekki allir bóklæsir á gullöld Grikkja. En þá
var alþýða manna mjög mentuð í Aþenuborg; hún varð
mentunarinnar aðnjótandi á annan hátt en við bóklestur.
Öllum mönnum er það og vitanlegt, að margir bóklæsir
menn líta naumast nokkuru sinni í neina bók, né annað
prentað mál. Hvaða gagn hafa þá þeir menn af því að
kunna að lesa? Enginn heyjar neitt, þó að hann eigi
orf og ljá, ef hann snertir aldrei neitt á þeim verkfærum.
Lestrarkunnáttan ein sannar ekkert um mentun þjóð-
arinnar.
En svo hefi eg hvergi séð færðar sönnur á það, að