Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 38
38
hún'sé'i góðu lagi. Þar á móti hefi eg vitað bornar
brigður á það af mönnum, sem eg virði mjög mikils.
Eg átti nýlega tal við einn af merkustu prestum
landsins um »Guðspjallamál« síra Jóns Bjarnasonar. Hann
hafði lesið þau vandlega spjaldauna á milli. Og hann
hugði, að það yrði einna mest því til fyrirstöðu, að pré-
dikanir síra J. B. gætu orðið húslestrabók hér á landi —
jafn-æskilegt og það væri — að sumstaðar væri all-örðugt
að lesa hana upphátt. Heimilin þyrftu að hafa svo vel
læsum mönnurn á að skipa, til þess að áheyrendur hefðu
bókarinnar not. En þeir vel læsu menn mundu alls
ekki auðfengnir.
Mér er líka kunnugt um þá skoðun sumra rnerkis-
presta, að eitthvað töluvert af kvenfólki hér á landi verði
ólæst að kalla má, þegar það er komið yfir tvítugt. Eftir
fermingu líti þessar stúlkur aldrei í nokkura bók. Og
fyrir ferminguna hafi lestrarkunnáttan verið svo ófullkom-
in, að hún týnist, þegar frá líður, þar sem henni sé ekk-
ert haldið við.
Eg hefi leitað mér vitneskju um lestrarkunnáttuna
hjá manni, sem vafalaust ber alþýðumentunina innilegar
fyrir brjósd en altítt er, manni, sem auk þess hefir, fyrir
sakir lífsstöðu sinnar, átt sérstaklega greiðan kost á að
kynnast því máli. Hann hefir sagt mér, að af þeim
mörgu fermdu unglingum, sem hann hefir kynst við, sé
ekki nema tiltölulega mjög lítill hlutinn, er sé svo vel
læs, að lestraiáreynslan sé ekki skilningnum til mikillar
fyrirstöðu. Algengt er, að til þess að fá skilning á efn-
inu, þurfi unglingarnir að lesa það oft, sem þeir ekki
mundu þurfa að lesa nema einu sinni, ef þeir væru vel
læsir. Og svo óáheyrilegur og staglsamur er lesturinn
hjá öllum þorrauum, að hans sögn, að unglingarnir verða
ekki taldir »bænabókarfærir«.