Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 43
43
gerðar, konur með vakandi hug og ljósan skilning. En
því er miður, að þær eru ekki margar. Enn er ekki menn-
ing vor íslendinga lengra komin en svo, að alt lif kvenna
lendir undantekningarlítið annaðhvort í áhyggjum og
striti eða í hégóma. Þess vegna hafa þær enga ánægju
af og engan skilning á þeim málum, sem í blöðunum eru
rædd. En þó að blaðalestur, sem nokkurt gagn er að,
sé sjaldgæfari hjá konum en körlum, þá er það ekkert
leyndarmál, að mjög mikill hluti karlmanna botnar ekkert
í því, sem í blöðunum stendur, veit ekki um neitt, sem
þar er, annað en sögurnar og frásagnir um einhver ó-
venjuleg tíðindi. Það er sama sagan eins og um bæk-
urnar. Menn lesa helzt það, sem kemur einhverri hre)rf-
ingu á ímyndunaraflið, en ganga fram hjá því, sem nokk-
urn þroska' þarf til að geta skilið—að ógleymdum heim-
ilunum mörgu, sem enginn prentaður stafur berst heiin
á, og þá ekki heldur nokkurt blað.
E’r það ekki skortur á andlegum þroska þjóðarinnar,
sem allir hugsandi menn á landinu eru að kvarta um?
Ahugaleysið í öllum efnum — hvað er það annað en
þroskaskortur, óþroskaður skilningur, óþroskuð tilfinning,
óþroskaður vilji? Eða samtakaleysið? Alt af er verið að
tala um, að þetta og þetta mætti gera með samtökum
og að af þeim samtökum yrði ómetanlegt gagn. En svo
kemur öllum sanian um, að ókleift sé að fá menn til að
taka höndum saman. Hvað ætli þetta sé annað en
þroskaskortur? Og gæturn að þingkosningunum síðustu.
Hugleiðum annað eins og það, að kjördæmi skuli senda
á þing tvo menn, sem hvor um sig eru vitanlega staðráðn-
ir í að gera alt það ónýtt í helztu málum þjóðarinnar,
sem hinn ætlar að fá fraiugengt. Hvað vilja menn láta
þroskaleysið, barnaskapinn komast lengra? Og þau kjör-
dærni eru naumast neitt iélegri. ómannaðri en kjördæm-
in gerast yfirieitt. Engin trygging fyrir, að sama hneyksl-