Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 44
44
ið hefði ekk'i getað hent að kalla má hvert kjördæmi á
landinu, ef eins hefði staðið þar á.
Og hvað er mentun þjóðarinnar annað en andlegur
þroski hennar? Hvernig getur þjóðin verið vel mentuð
og þó sýnt hið raunalegasta þroskalevsi í velferðarmál-
um sínum?
Eg geri ráð fyrir, að þau rök, er eg hefi fært fyrir
skoðun minni á mentunarástandinu hér á landi, þyki
nokkuð á víð og dreif. Eg get kannast við það, að eg
fyrir mitt leyti hefi ekki þurft meira til að sannfærast en
að hugleiða þau atriði, sem eg hefi nú lauslega drepið á.
En eg býst jafnframt við þvi, að það muni ekki sann-
færa alla. Og þess vegna ætla eg að líta á málið frá
öðrum hliðum.
Eg átti í fyrra sumar tal við merkan prest og íræði-
mann um alþýðumentun vora. Honum fórust orð við
mig hér um bil á þessa leið:
»Eftir þeirri reynslu, sem eg hefi fengið, fer lang-
mest af því, sem ritað er fyrir alþýðu manna hér á landi
í blöðum og bókum, fyrir ofan garð og neðan hjá öllum
þorranum, þó að það sé lesið. Það leikur í lausu iofti,
af þvi að þekkingarundirstöðuna vantar hjá fólkinu. Það
hefir t. d. enga hugmynd um frumatriði stjórnarfyrir-
komulagsins hjá oss, botnar ekkert í verkahring nokkurs
stjórnarvalds. Þess vegna skilur það ekkert í ritgjörðum,
sem að einhverju leyti snera stjórnarfarið. Það hefir
enga hugmynd um sögu þjóðarinnar, né almenna mann-
kynssögu, né landafræði; þess vegna verður alt fyrir því
dauður bókstafur, sem það kann að lesa um liðna tíð eða
irá fjarlægum stöðum og fellur því úr minni tafarlaustc.
Hann gerði nokkuru frekari grein fyrir þessu. En
þér sjáið af þvi, sem eg hefi nú sagt, hvað hann var
að fara.
Og í mínum huga er enginn slæðingur af efa um