Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 45
45
það, að presturinn hafi hitt á aðra hliðina á þvi, sem er
mergurinn málsins, þegar ræða er um alþýðumentun vora.
Undirstöðuna vantar.
Undirstaðan er bamafræðslan, eins og allir vita. All-
ur þorri manna verður að fara að vinna fyrir sér, þegar
af barnsaldrinum er komið- Auðvitað á mönnum að auk-
ast andlegur þroski jafnframt starfinu. Menn eiga alt
af að vera að þroskast meira og meira, meðan kraítarnir
endast. En fái menn ekki undirstöðu-fræðsluna í æsku,
þá eiga menn sjaldnast kost á að fá hana nokkuru sinni.
Og þá leikur alt í lausu lofti.
Hvernig fara nú aðrar þjóðir að því að fræða börn-
in? Eg veit ekki til þess, að vegurinn sé talinn nema
einn með öðrum þjóðum. Eg veit ekki til þess, að aðr-
ar þjóðir sjái nema eitt ráð til að fræða æskulýðinn —
þann, að kenna konum í skólum. Og skólarnir þurfa
kennara og kenslubækur ásamt kensluáhöldum.
Oss vantar kennara — nær því gersamlega. Eg
veit, að það er afar-örðugt að koma þjóðinni, jafnvel
sumum helztu mönnunum, í skilning um þetta. »Það
ætti þó ekki að þurfa mikið til þess að geta sagt til
börnutm, segja menn. »Svo mikið ættu þeir að geta
gert á vetrum, allir þessir búfræðingar og gagnfræða-
skólamenn og kvennaskólastúlkur og stúdentar, sem aldr-
ei verða embættismenn». I raun og veru er þetta nú
furðulegt athugaleysi. Ekki veit eg, hvað er vandi, ef
það er ekki vandi að taka við barninu, þegar augu þess
eru að lúkast upp fyrir lífinu. Ekki veit eg, til hvers
þarf nærfærri, ef hennar þarf ekki til þess að hlúa að
öllu því góða, sem með barninu býr, en reyta upp ill-
gresið, hvar sem það lætur á sér bóla, — að vekja hjá
barninu skilninginn og viljann og beina tilfinning þess í
rétta átt — að hjálpa baminu til þess að verða að hugs-
andi, námfúsum, félagslyndum, sjálfstæðum, drenglyndum,