Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 48
48
urheimi. Barnaskólastúlka leitaði til min út af dæmi,
sem hún hafði átt að reikna og þrjá daga verið send
með heim. Alt af var skakt það, sem út komhjáhenni,
eftir því sem kennarinn sagði, og alt af var það eins.
Hún var alveg ráðnlaus. Eg reiknaði dæmið og sama
kom út hjá mér eins og hjá barninu. Eftir alla reki-
stefnuna komst kennarinn að því, að hann hafði farið
eftir — prentvillu í reikningsbókinni. Mér ofbauð þessi
»kensla«. Og þó var maðurinn alveg óvenjulega vel
gerður, að fróðleik, vitsmunum og mannkostum. Þetta
skilja allar þjóðir nú orðið, nema íslendlingar, eins og eg
sagði. Þess vegna heimta þær alveg sérstaka kunnáttu af
þeim mönnum, sem fást við barnafræðslu, kunnáttu, sem
kölluð er kennaramentun. Þær heimta ekki að eins, að
kennarinn sé vel mentaður maður, heldur líka að hann
hafi beinlínis lært að kenna börnum.
Kenslubækur vantar oss tilfinnanlega. Svo ramt
kveður að þeim skorti. að í helztu skólunum eru not-
aðar gersnmlega óhæfilegar bækur til þess að kenna
börnunum að lesa. Auðsætt er, að lestrarbækur
verða að hafa tvo eiginleika. Efni þeirra og bún-
ingi verður að vera svo háttað, að börnin skilji það,
sem þau eru að lesa. Annars er ekki með nokkuru
móti unt að kenna þeim að lesa eftir efninu. Og mál-
ið á bókunum verður að vera hreint og fagurt. Annars
spilla þær tilfinning barnanna fyrir tungu sinni. Og svo
hafa börnin í heldri skólum hér á landi meðal annars
verið látin lesa alla pistlana í Nýjatestamentinn, eitthvert
þungskildasta efnið, víða hvar, sem til er á íslenzku, og
«Kvöldvökurnar«, einhverja verstu íslenzku, sem til er á
íslandi.
Um kensluáhöldin má geta nærri, hvemig þau eru
i umferðaskólunum uppi í sveitunum. Þau eru vist af
skornum skamti í fiestum heldri skólunum auk heldur.