Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 49
49
Þá eru skólamir. Af þeim höfum vér þó nokkuð.
Vér höfum verið fíknir í að eignast skipin, þó að — eg
ætla ekki að segja enginn, en — nauðafáir kunni að sigla.
Og sjálfsagt er það að allmiklu leyti vel farið. Því að
betra er að veifa röngu tré en öngu. En bezt er að
veifa hvorki öngu tré né röngu, heldur réttu. Það er
sjálfsagt vel farið, að þessir skólar hafa komist á fót, þó
að hæfa kennara hafi víða vantað. En það þori eg að
fullyrða, að margfaldur hefði andlegi arðurinn af þeim
orðið, ef skólunum hefði jafnframt verið séð fyrir góð-
um kennurum.
Vér geturn skiít barnaskólunum hér á landi i þrent.
Fyrst eru kaupstaðaskólarnir, sem ekki njóta neins styrks
af landssjóði. Svo eru skólar í sjóþorpum og verzlunar-
stöðum, sem ekki hafa kaupstaðarréttindi; þeir hafa styrk
af landssjóði, sem nemur samtals 5,500 kr. á ári. Og
loks umferðaskólarnir í sveitunum, sem líka íá samtals
5,500 kr. á ári úr landssjóði.
Frá kaupstaðaskólunum hefi eg engar skýrslur séð.
£g geri ráð fvrir, að til þeirra sé vandað eftir föngum,
veit að minsta kosti, að svo er um skólann hér í Reykja-
vík. En það er gersamlega óhugsandi, að verulega vel
verði til skólanna vandað, meðan góðar kenslubækur vant-
ar að mjög miklu leyti, og skólarnir verða að sæta kenslu
næstum því hvers sem býður sig fyrir örlitla borgun.
Vitanlega eru sumir kennararnir hér við skólann ágætir.
En hjá því getur ekki með nokkuru móti farið, að þeir
séu í heild sinni mjög misjafnir, og kemur mér þó ekki
til hugar að efast um það, að skólastjórnin tjaldi þvi
bezta, sem til er. En víst er um það, að lengstum hef-
ir fjöldi af börnum fátæklinga verið alveg utan við þann
skóla. Öreigum þykir mikið að borga 20 kr. með barn-
inu um veturinn. Auðvitað fá mörg börn kenslu ó-
keypis. En því hefir jafnframt fram að síðustu tímufn
4