Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 52
52
lendingar vara sig ekki á þessum einnar til 8 vikna
námstíma.
Eg ætla nú að minnast á alþýðumentun vora frá
enn annarri hlið, þó að það verði í fám orðutn að eins.
Barnafræðslan er undirstaðan að öllum jafnaði. En marg-
háttaða mentun aðra eiga menn að fá. Eg á ekki við
þá mentun, er menn kunna að fá í einhverjum æðri
skólum en barnaskólunum, skólum, er að sjálfsögðu til-
tölulega fáir sækja af öllum fjöldanum. Heldur á eg við
þá mentun, sem stafar af því að iifa í fjölbreytilegu og
fjörugu þjóðlífi, í tilkomumiklu menningarlífi.
Rennum nú snöggvast augunum til frændþjóðar vorr-
ar í Danmörku. Lítum á einstakar hliðar á menningar-
lífinu þar. Allur þorri þjóðarinnar fær fréttir úr hinum
siðaða heimi nær því samstundis og þær gerast. Allur
þorri þjóðarinnar er í ákaflega haldfastri samvinnu í öll-
um atvinnuefnum. Allur þorri fulltíða karlmanna er i
frám.unalega öflugum félagsskap um stjórnmál, með sífeld-
um fundum og ræðuhöldum helztu stjórnmálamanna þjóð-
arinnar. Allur þorri þjóðarinnar á vegna fyrirlestra-fé-
laganna kost á að heyra þá menn, er þjóðina mest fýsir
að hlusta á, flytja erindi um hinar ýmsu greinar þekk-
ingar og hugsana mannkynsins. Oll þjóðin á kost á að
lesa daglega umræður í blöðunum um öll þau efni, sem
alþýða manna er með nokkuru móti fær um að fást við
og getur fengið nokkurn áhuga á. Öll þjóðin á vegna
lestrarfélaganna kost á að færa sér x nyt ógrynni af bók-
um, innlendum og útlendum. Mjög mikill hluti þjóðar-
innar á kost á því að leita sér að andlegum auð og ó-
metanlegri ánægju í ýmsum greinum fagurra lista. Öll
þjóðin verður fyrir ríkum áhrifum, annars vegar af afar-
öflugum kirkju- og kristindómshreyfingum, kristindómin-
um í hinum ýmsu myndum, sem trúaður mannsandinn