Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 54
54
Ganga menn þá að því vísu, að drottinn sé stöðugt að
gera kraftaverk með þjóð vorri? Ætlast menn til, að hann
láti mentuninni rigna ofan í hana? Gera menn ráð fyrir,
að hún sé alt öðrum framfaraskilyrðum háð en allar aðrar
þjóðir á jarðarhnettinum?
í hverju skyni er eg nú að halda þessu fram? I
hverju skyni er eg að leggja kapp á það að koma mönn-
um í skilning um, að sú þjóðin, sem eg heyri sjálfur
til, sé átakanlega mentunarsnauð þjóð, standi að ment-
un langt á baki þeim þjóðum, sem oss er skyldastar?
Eitt ætti að vera áreiðanlegt: að eg geri það ekki í því
skyni að afla mér vinsælda. Samkvæmt þeirri reynslu,
sem nú er alkunn orðin, geng eg að því vakandi, að þeg-
ar það, sem eg er að segja hér í dag, kemur fyrir al-
mennings sjónir, þá verði það sumum blöðunum að nýrri
sönnun þess, hver þjóðarfjandi eg sé, hve óviðráðanleg
mín tilhneiging sé til þess að níða þjóðina og svifta hana
öllu trausti á sjálfri sér og flæma hana af landi burt. Og
jafn-vakandi geng eg að hinu, að skilningnum hjá all-
mörgum manninum hér á landi nvuni vera svo háttað, að
hann muni láta hjartanlega sannfærast nm það af biöðun-
um, að annað geti mér ekki gengið til.
En svo er fyrir þakkandi, að eg veit það líka jafn-
vel, að allir þeir menn á landinu, sem ekki eru blindað-
aðir af pfstæki, eða vanþekking, eða heimsku, svo að unt
er að eiga orðastað við þá, þeir láta sér skiljast það,
hvort sem þeir eru mér annars samdóma eða ekki,
að þetta gengur mér ekki til; þeir skilja það, að eg
hreyfi þessu máli í því skyni að fá ástandinu breytt;
að eg vil leggja fram mína krafta, þótt veikir séu, til
þess að vekja ábyrgðartilfinning, samvizku þeirra manna,
sem nokkuru ráða á þessu landi, svo að þeir láti það
ekki viðgangast, að æskulýðurinn fari á mis við þá fræðslu,