Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 56
Eg sagði, að vér ættum að byrja á því, að afla oss
góðra kennara. Með því á eg við það, að vér eigum
að gera alveg eins strangar kröfur til þeirrar mentunar,
sem vorir kennarar fá, eins og frændþjóðir vorar gera til
mentunar sinna kennara. Ef til vill er ekkert jafn-skað-
legt í hugsunarhætti vor íslendinga eins og lítilþægnin
fyrir þjóðarinnar hönd, þetta, að telja oss það fullboðlegt,
af því að vér séum svo fáir, fátækir og smáir, sem aðrar
nútíðarþjóðir telja sér óboðlegt. Fyrir þetta er það, frem-
ur en nokkuð annað, að vér erum andlegir kotungar; og
andlegur kotungsháttur er versti kotungsháttur, sem til
er. Ohugsandi er, að oss sé að sjálfsögðu ætlað að vera
það. Vér vorum engir andlegir kotungar á io., n. og
12. öldinni. Hvers vegna ættum vér þá að vera sjálf-
dæmdir til þess á 20. öldinni? Smáþjóðirnar hafa sýni-
lega alveg eins sitt hlútverk að vinna eins og stórþjóð-
irnar. Aðalhlutverk stórþjóðanna er vafalaust það nú á
tímum að flytja menninguna út um veröldina, bæla niður
skrælingjaháttinn, koma öllum mannheimi undir menn-
ingaráhrifin. Smáþjóðirnar setja markið alveg eins hátt,
þó að þær setji það annarstaðar. Þeirra aðalmarkmið
og aðalhlutverk er vafalaust það, að flytja menninguna
inn í hverja einstaka mannssá! innan sinna vebanda,
rækta hvern einstakan sálarreit, láta andlega gróðurinn
verða sem ávaxtasamastan í hverju einstöku mannslífi.
Einmitt fyrir þetta verður sérkennileikur þjóðanna svo
djúpsettur, þrátt fyrir öll mökin við umheimin. Einmitt
fyrir þetta verður hann þeim svo heilagur, að hann stend-
ur í sambandi við alt þeirra menningarlif. Þess vegtia,
framar öllu öðru, eiga þær svo mikinn rétt á sér. Þess vegna,
framar öllu öðru, er það svo mikið níðitigsverk að traðka
rétti þeirra, hefta för þeirra á þessari sæmdargöngu, eins og
Þjóðverjar hafa farið með Suðurjóta og Rússar með Finna.
Að þessu markmiði eigum vér að stefna, alveg eins