Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 58
upp góðum skólum úti um alt landiðj En ekki blandast
mér bugur um það, að að því verðum vér að vintia, að
engin sú sveit verði hér á landi, er ekki nái til skóla,
þar sem börnin fái fræðslu að minsta kosti 6 mánuði á
hverju ári, og að við umferðarkensluna eigum vér ger-
samlega að losna.
Vitanlega er þetta sérstaklegum örðugleikum bundið
vegna strjálbygðarinnar. En fyrst er nú samt þess að
gæta, að til miklu, miklu fleiri skóla en nú eru til gætu
börnin náð og komist heim til sín að kveldi. En þar sem
ekki er unt að koma því við, sé eg engin önnur ráð,
en að komið sé upp skólurn, er börnin geti hafst við í
að öllu leyti um skólatímann. I raun og veru er eg
sannfærður um, að slikt fyrirkomulag hlyti að vera stór-
æskilegt. Ekki getur með nokkuru móti hjá því farið,
að það yrði þjóð vorri til mikillar blessunar að geta leyst
fjölda barna á hverjum vetri úr kotaprísundinni, látið þau
eiga að búa við hreinlæti og aga vetur eftir vetur, veitt
þeim heilnæmt og regiubundið líf frá morgni til kvelds,
dag og nótt. Og í sjálfu sér ættu slikir skólar ekki að vera
neinum ókleifum örðuleikum bundnir, eftir að skólahúsin
væru komin upp. Aðstandendur barnanna gætu lagt mat-
væli á borð með þeim, og fæðiskostnaðurinn þvrfti naum-
ast að verða lifandi vitur.d meiri, en þó að börnin væru
höfð heima.
Ríkissjóður Dana leggur Færeyingum til skólahúsin
að öllu leyti — fyrirmyndar-skólahús með fyrirmyndar-
útbúnaði. Sama yrði landssjóður vafalaust að gera fyrir
oss. Annars kæmumst vér ekkert áfram. Svo get eg
bugsað mér, að landssjóður láti þar við sitja — sjái fyrir
mentun kennaranna og skólahúsum; en að sveitirnar verði
svo látnar standa skil á kennaralaununum. Mér er ekk-
ert kappsmál, hvernig því verður fyrir komið; og eg tel