Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 61
6i
En þó að vér fáum kennara og skóla og ókeypis
kenslu og skólaskyldu, þá er enn eitt, sem brýn þörf er
á, ef barnafræðslan á að komast í gott horf. Það er
sama sagan um mentamál vor eins og öll vor framfara-
mál. Forgönguna, umsjónina, stjórnina vantar. Menta-
málastjóm er alveg óhjákvæmilegt að vér fáum, ef vel á
að fara. Hún á að hafa vakandi auga á öllum breyting-
um, er mentamálum vorum mega að haldi koma. Nú
er ekki ætlast ti! þess af neinum, svo sem kunnugt er.
Nú er það ekki verk nokkurs manns að gera þjóðinni
viðvart, þó að stórkostlegar, gagngerðar byltingar verði
á hugmyndum manna um kenslumál úti í siðuðum heimi.
Enda heíir ekki verið meiri gangskör að því gerð en svo,
að óhætt er að fullyrða, að skoðanir þær á mentamálum,
er mjög alment ríkja hér á landi, eru svo sem 150 ára
gamlar. I öðru lagi á mentamálastjórnin að sjálfsögðu
að hafa nákvæma umsjón með skólunum og veita kenn-
arastöðuna annaðhvort að miklu eða öllu leyti. Og með
nákvæmri utnsjón á eg ekki við þá umsjón, sem i þvi
er fólgin, að rannsaka skólaskýrslur inni i skrifstofu sinni.
Eg á við umsjón, sem er fólgin í þvi, að hafa sem ná-
kvæmust kynni af skólunum sjálfum og taka í taumana,
ef eitthvað fer aflaga. Nti má kalla svo, að skólanefn-
urnar séu gersamlega eftirlitslausar, því að eftirlit presta
og skólanefnda eða sóknarnefnda — manna, sem að öðru
leyti hafa, langflestir, ekkert vit á skólamálum, og að
hinu leytinu láta sér mest umhugað um að fá sem rif-
legastan styrk úr landssjóði handa sveitinni — met eg
að engu. Eðlilegast finst mér, að i skólanefndinni séu
stiftsyfirvöldin, til þess að setja landsstjórnarmótið á
hana, og svo einn umsjónarmaður, sem ynni alt aðal-
verkið fyrir nefndarinnar hönd — maður, sem að óðru
leyti verður að vera öllum óháður og gera umsjónina