Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 62
6 2
með skólunum og annað, sem þar að lýtur, að síuu að-
alstarfi.
Eg gat þess áður, að presturinn, sá er komist hafði
að raun um, að undirstöðuþekkinguna vantaði, hefði tek-
ið fram aðra hliðina á því, sem er mergurinn málsins,
þegar ræða er um mentun alþýðu vorrar. Eins og þau
orð, er eg hefi nú talað, bera ýms með sér óbeinlínis,
er hin hliðin sú, að fá vakinn vilja þjóðarinnar og tilfinn-
ingum hennar beint i rétta átt. Því að fyrir þekkinguna
eina verða börnin aldrei að nýtum og góðum mönnum.
En út í það efni get eg ekki farið að þessu sinni. Það
yrði alt of langt mál.
Eg ætla að láta hér staðar numið. Ekki af því, að
eg hafi gert grein fyrir öllu, sem eg vildi gera grein
fyrir. Mjög þarft væri, til dæmis að taka, að minnast
rækilega á hinar æðri alþýðumentastofnanir vorar, gagn-
fræðaskólana og kvennaskólana, og þá ekki síður á áhrif
embættismannamentunarinnar á mentalíf alþýðu vorrar.
En eg vil ekki þreyta yður lengur. Og eg tel þetta nóg
umræðuefni að sinni, sem eg hefi nú vakið máls á.
Að eins ætla eg, áður en eg sezt niður, að drepa
með örfáum orðum á eitt atriði enn, víkja að rnótbár-
unni, sem eg geng að vísri.
Höfum vér efni á þessu? Getum vér klofið það að
veita æskulýð vorum þá fræðslu, sem krafist er í menn-
ingarlöndum veraldarinnar?
Höfum vér efni á því að vera þjóð?
»Mönnunum miðar
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið«,
segir Jónas Hallgrímsson. Höfum vér efni á því að vera
framfaraþjóð, þjóð, sem miðar »nokkuð á leið«? Eða
höfum vér að eins efni á því að vera afturfararþjóð ?
Vér getum ekki orðið neitt annað, svo framarlega sem