Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 77
77
ekkert »gamla testamenti* í eigu sinni; hann var biflíu-
íaus þjóð, þangað til kemur fram yfir herleiðingu, en þá
er, eins og kunnugt er, minsti kaflinn eftir afsögu þjóð-
arinnar. Meira að segja — það líða að minsta kosti 300
ár frá herleiðingunni, áður en gamla testamentið verður
til í þeirri mynd, sem vér eigum það nú.
Með þessu er engan veginn sagt, að öll hin einstöku
rit gamla testamentisis séu ekki orðin til fyr en eftir
herleiðinguna, því að slíkt næði engri átt. Með þessu
er það að eins sagt, að ekki hafi verið tekið að safna
þessum einstöku ritum saman í þessa heild, sem vér
nefnum »gamla testamentið«, fyr en á þessu tímabili,
eða á 5. öld f. Kr., meðfram auðvitað af því, að mörg
þeirra eru ekki samin fyr en á þessu tímabili, en þó að-
allega af þvi, að þörfin á slíku safni tók eigi að gera
vart við sig hjá þjóðinni fyr en þá. Þegar öll hin ytri
■dýrð þjóðarinnar er horfin, konnngdómurinn löngu und-
ir lok liðinn, sjálfstæði þjóðarinnar orðið að engu og
helgidómur þjóðarinnar ekki orðinn nema nafnið tómt í
samanburði við það, sem áður hafði verið, — í fám orð-
umj þegar þjóðin svo að segja á ekkert orðið eftir nema
endurminningarnar um forna frægð og veldi, þá vaknar
hjá henni þrá eftir að safna saman þvi sem til var af
ritum þeim, er geymdu þessar endurminningar, og auka
við þau nýjum ritum, er gætu sett lýðnum fyrir sjónir í
söngvum og sundurlausu máli afreksverk forfeðranna bæði
á friðar og ófriðartímum, frá allra elztu tímum tii þeirra
tíma, sem þeir lifðu á, bæði til þess, að hinni örþjáðu
þjóð mætti aukast hugur og dáð við íhugun afreksverka
fortíðarinnar, og til þess, að henni gæfist þar áreiðanleg
leiðbeining fyrir lífi og breytni í stóru og smáu, — bæði
þjóðinni í heild sinni og einstaklingum hennar.
Hið fyrsta, sem gert er í þessum efnum, er ekki
gert fyr en á Esra-Nehemía-tímabilinu, á 5. öld f. K.,