Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 78
78
þegar hinutn þremur söguritum, Jahveritinu, Elóhimritinu,
og Prestaritinu er steypt samau í eitt rit og fjórða höf-
uðritinu, Deuteronomium (5. Mósebók), skeytt aftan við
það, eða, með öðrum orðum, þegar hinar svo nefndu fimm
»Móse-bækur« verða til. En þótt segja megi, að »heilög
ritning byrji að starfa í heiminum sem uppeldismeðal við
sólaruppkomu þann dag árið 444 f. Kr., er Esra breiddi
út bókfellið og hóf upplestur »lögbókarinnar« í áheyrn
lýðsins« (sbr. Neh. 8, 4—6), eins og merkur fræðimaður
(Stanley) hefir sagt, — þá verður sá dagur þó ekki nema
að nokkru leyti talinn fæðingardagur gamla testamentisins,
þvi að fæðing þess verður ekki á einum degi, heldur má
segja, að þarna byrji hún, en lokið er henni ekki fyr en
yngsta ritið í safninu er skráð (Daníelsbók), en þá er
komið fram á Makkabeatímabilið á 2. öld f. Kr. Sá
hluti gamla testamentisins, sem lokið er við þennan dag
árið 444, var »lögmálið« (Thora), og í meðvitund Gyð-
inga var það langmerkasti hlutmn. Um önnur »viður-
kend« rit var þá ekki og gat ekki verið að ræða. Vafa-
laust þektu menn og lásu um þessar mundir rit spámanna
þeirra, er voru uppi fyrir herleiðinguna og eins hinna,
er voru uppi í herleiðingunni, eins og sjá má af því,
hvilík áhrif seinni hluti spádómsbókar Jesaja (Deutero-
Jesaja þ. e. Jes. 40.—66. kap.) hefir á allar bókmentir
Gyðinga frá tímabilinu eftir herleiðinguna, en um safn
spámannarita gat enn ekki verið að ræða, þvi að enn
þá var spádómsandinn starfandi hjá þjóðinni. Fyrst
þá, er það er orðið ljóst, að spádómsandinn er hættur
að starfa og spámannarit hætt að koma fram, er tekið
að safna öllu því í eina heild, sem til var af spámanna-
ritum eða spámannlegum ritum og þá myndast annar
höfuðkafli gamla testamentisins eða »spámennimir« (Ne-
biitn). Til »spámannanna« voru talin ekki að eins hin
eiginlegu spámannarit, (en þau voru fjögur: Jesaja, Jeremía,