Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 79
79
Hezekíel og Tólf-spámannabókin, og nefndust einu uafni
»síðari spámennirnir«, Nebiim aharonim), heldur einnig
hin spámannlegu sögurit, (þau voru og fjögur: Josva-,
Dómara-, Samúels- og Konunga-bækurnar, og nefndust
»fyrri spámennirnir« Nebiim rischjónim). Menn vita ekki
með neinni vissu, hvenær þessum ritum öilum hafi ver-
ið safnað saman í heild, né hverjir það hafi gert.
En það eitt má ráða af formálanum fyrir hinni grísku
útleggingu Síraks-bókar, að þetta »spámanna«-safn var al-
ment viðurkent og hafði náð talsverðri útbreiðslu í byrj-
un 2. aldar f. Kr., og af þessu sama riti sjálfu (Sír. 44,
16.—49, 13, þar sem gefið er yfirlit yfir gjörvalt inni-
hald »lögmálsins« og »spámannanna«, til þess að gera
mönnum ljóst, hvílik fortíð ísraels hafi verið og hvílík
stórmenni hafi starfað þar,) má ráða, að þessi rit hafa
þá fengið nákvæmlega þá mynd, sem þau hafa nú. Senni-
legast hafa menn verið búnir að koma sér saman um
það undir lok 4. aldar, eða i siðasta lagi í byrjun 3.
aldar f. Kr., hvaða rit ættu með réttu heima í hinu spá-
mannlega safni. I nýnefndum formála Síraksbókar nefnir
formálahöfundurinn, (sem er sonarsonur Jesú ben Síraks,
höfundar Síraksbókar), auk »lögmálsins« og »spámannanna«
þriðju tegund rita, »hin önnur rit feðranna« og á höf.
þar vafalaust við það kerfi af ritum, se'm mynda þriðja
höfuðhluta gamla testamentisins, og nefnd eru »helgirit-
in« eða »ritin« (Ketubim), (þau voru ellefu að töln:
Kroníkubækurnar, Sálmabókin, Jjobsbók, Orðskviðirnir,
Rutarbók, Lofkvæðið, Esterarbók, Esrabók (þ. e. Esra- og
Nehemía-bók) og Daníelsbók). Hvort nú formálahöfundurinn
hafi átt við öll þessi rit í einni heild með því, er hann
nefnir »hin önnur rit feðranna«, vitum vérekki; af sjálfu
ritinu verður að eins séð, að höfundurinn (J. b. Sírak)
hefir þekt Kroníkubækurnar, Esrabók (þ. e. Esra- og
Nehemia-bók) og Sálmabókina. Enannarsstaðarað vitumvér