Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 82
82
sinni sé írá 5. öld í. Kr. Þessi skoðun helzt hjá ýmsum alt
fram á 16. öld. En þá kemur fram alveg ný skoðun á
þessu — og er hún einnig upphaflega frá Gyðingum
komin, — þar sem því er haldið fram, að »menn sam-
kundunnar miklu«, sem nefnd er í ýmsum Gyðinga-rit-
um (t. a. m. Talmúð) og sett í samband við Esra og
Nehemía, hafi unnið að því, að saína í eina þriskifta
heild öllum ritum gamla testamentisins, er áður höfðu
til verið á víð og dreif. Margir af guðfræðingum próte-
stanta tóku þessari skýringu á tilorðningu gamla testa-
mentisins fegins hendi, og hefir hún haldist til skamms
tíma hjá allmörgum, þangað til biblíufræðingnum mikla,
Hollendingnum Kuenen, tókst að kveða hana niður með
öllu með því að leiða ómótmælanieg rök að því, að
þessi »mikla samkunda« hafi — aldrei verið til!
En þegar ræða er um hinar vísindalegu biblíurann-
sóknir, að því, er til gamla testamentisins kemur, má
auðvitað ekki nema staðar við safnið í heild sinni, því
að rannsóknir þessar hafa ekki að eins í ljós leitt, hvern-
ig þetta safn af ritum hefir myndast, heldur hafa þær
einnig brugðið ljósi yfir hin einstöku rit, sem tekin hafa
verið upp í safnið, og í þvi er mikilvægi þessara rann-
sókna aðallega fólgið. Þær hafa sýnt oss, hvernig þessi
einstöku rit allflest eru orðin til, með því að greina
sundur heimildarrit þau, er þar hafa verið á ýmsan hátt
skeytt saman og fléttuð hvort inn í annað, og leiða lík-
ur að því, frá hvaða tímum þessi heimildarrit séu og
jafnvel ýmis brot enn eldri rita, sem frumhöfundar þess-
ara heimildarrita hafa stuðst við og sumpart tekið orð-
rétt upp í rit sín. En hverjum manni hlýtur að liggja í
augum uppi, hve mikilsvarðandi þetta sé þegar svara á
þeirri spurningu, hvernig gamla testamentið sé orðið til.
Og þetta varðar eigi að eins miklu fyrir skilning vorn á
uppruna gamla testamentisins í heimi bókmentanna, held-