Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 89
89
en þótt svo hafi verið um allan almenning, þá hefir því
naumast verið svo farið, að því er snertir leiðtoga lýðs-
ins. Um Móse er að minsta kosti sagt, að hann hafi
verið »lærður í öllum vísindum Egiptalands« — verið
hámentaður maður eftir því sem þá gerðist, og hefir
hann án efa einnig kunnað að skrifa.
Þess er þá og þrásinnis getið um Móse, að hann
hafi ritað hitt og þetta, og er engin ástæða til að efast
um sannleika þess, enda þótt ómögulegt sé, að hann hafi
samið Móse-bækurnar sjálfar. En hve mikið hann hafi
skrifað eða hvort nokkuð aí því, sem hann hefir skrifað,
sé að finna í Móse-bókunum, eins og það kom frá hans
hendi, það eru spurningar, sem litlar líkur eru til að
nokkuru sinni verði svarað.
Þegar litið er til heimildarrita þeirra, sem tekin hafa
verið upp í fimmbókaritið, þá verður eigi séð, að neinn
þeirra höfunda, er þessi rit hafa samið, hafi haft með
höndurn skjöl eða minnisgreinar frá hendi Móse sjálfs.
Þar sem þeir lýsa llfi og starfi Móse, virðast þeir aðal-
lega byggja á munnlegri sögusögn. En það er aftur á
móti eigi óhugsanlegt, að þessi munnlega sögusögn hafi
með fram átt rót sína að rekja til skjala frá tímum Móse,
er síðar hafa glatast. Þvi að erfitt verður að hugsa sér
það um mann eins og Móse, ef hann á annað borðhefir
kunnað að skrifa, að 'nann hafi ekki ritað eða látið rita
neitt af því, sem á dagana dreif, en þó sérstaklega af
lögum þeim, er hann setti þjóð sinni, þó ekki væri
nema einföldustu grundvallarlögin eða það er myndar
frumstofn tíulaga-boðorðanna, ásamt einföldustu reglun-
um fyrir hinu borgaralega lífi og guðsdýrkuninni, er aftur
lifgi til grundvallar fyrir löggjöfinni hjá Israel síðar.
í Móse-bókunum eru alloft tilfærðir ljóðakaflar, sem
bera þess merki, að þeir eru mjög gamlir, og álitið er,
að höfundar höfuðheimildarritanna hafi tekið upp eftir