Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 91
91
m. kvæðið um Kenítana (í 24. kap.) Þannig segir í 22.
versinu: »Assúr mun flytja þig burtu hertekinn«, enþað
er ekki fyr en löngu seinna að óvingast með ísrael og
Assýríum önnum.
í Dómarabókinni, sem í sinni núverandi mynd er
ekki samin fyr en eftir framkomu 5. Móse-bókar (árið
621 f. Kr.), sem höfundurinn hefir auðsjáanlega þekt
(sbr. Dóm. 2,6—3,6 og 5. Mós. 7) verða og fyrir oss
ýmsir kaflar, er bera á sér augljós merki þess, að vera
mjög gamlir, t. a. m. frásögurnar um Gídeon, Debóru,
Abímelek o. fl. Öllu öðru fremur ber þó að nefna
‘Debóru-ljóðin (í Dóm. 5. kap.), sem öllum helztu biblíu-,
fræðingunum kemur saman um, að séu til orðin samtíða
viðburðunum, sem verið er að segja frá, og séu þau ekki
ort af Debóru sjálfri, hljóti þau að vera ort af einhverj-
um samtiðarmanna hennar. Kautzsch hyggur þau ort um
1250 f. Kr. Nokkru yngri telur hann dæmisögu Jótams
(í Dóm. 9, 7—15)-
III.
Með hinni miklu breytingu, er verður bæði á pólí-
tiskum og félagslegum hag Israels við það, að konung-
dómur hefst í landinu, eykst þjóðinni einnig megin i
andlegu tilliti. Með vaxandi samgöngum við aðrarþjóð-
ir, bæði á friðar- og styrjaldatímum, stækkar hinn and-
legi sjóndeildarhringur þjóðarinnar og nýir siðmenningar-
straumar berast inn í landið. Öll hin félagslega skipun
breytist og færist í það horf, er betur samsvarar þörfum
tímanna og kröfum lifsins. í trúarlegu tilliti er ísrael enn þá
mjög ábótavant og guðsdýrkunin, sérstaklega í norður-
rikinu (eftir skifting ríkisins), er blönduð margs konar
heiðindómi og villu. Ljós eingyðistrúarinnar blaktir þar
á veiku skari hjá meginhluta þjóðarinnar, og er átrúnað-
urinn enn þá miklu fremur dýrkun eins guðs (monolatri),