Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 94
94
bókanna ýms eldri heimildarrit, sem hann hefir stuðst
við t. a. m. Salómons sögu (i. Kong. n, 41), Arbœkur
Júdakonunga (1. Kong. 14. 29), Arbakur Israelskonunga
(1. Kong. 14, 19). Þessi rit voru sérstök sögurit, senni-
legast samin að tilhlutun konunganna sjálfra eftir ýmsum
skjölum frá hendi hinna konunglegu sagnaritara; en af 1.
Kong. 4, 3 vitum vér, að við hirðir sumra af konuug-
uuum voru skipaðir sérstakir embættismenn, er höfðu
það starf á hendi, að rita upp alt hið merkasta, er bar
við. Þessir konunglegu sagnaritarar voru kallaðir »Maskír«.
En þeir sem ritað hafa sögu þessa tímabils, hafa án
efa haft fleiri heimildarrit við að styðjast en þau, sem
nefnd eru í Konunga-bókunum. Þannig bera Samúels-
bækurnar þess áþreifanlegan vott, að höfundur þeirra
hefir bygt sögu sína á eldri heimildarritum. Sérstaklega
kemur þetta greinilega fram í sögu Davíðs konungs, eins
og síðar mun sýnt verða. Yfirhöfuð er saga Davtðs sá
kaflinn í sögu ísraels, sem vér þekkjum einna bezt, og
er það auðvitað fyrst og fremst þvi að þakka, hve góðar
heimildir höfundar Samúels-bókanna og Konunga-bókanna
hafa haft við að styðjast; enda má ganga að því vísu, að
bæði Davið konungur sjálfur hafi haft sérstakan sagnarit-
ara við hirð sína, og að auk þess hafi margir fundið hjá
sér hvöt til að rita sögu þessa gullaldartímabils í lífi
þjóðarinnar.
Auk þeirra heimildarrita, sem höfundur Konunga-bókanna
nefnir á nafn, má telja það víst, að hann hafi haft með
höndum fleiri sérstök heimildarrit, þótt hann geti þeirra
ekki sérstaklega. Þannig virðist margt í sögu þeirra spá-
mannanna Eliasar og Elísa, eins og höfundur Konunga-bók-
anna skýrir frá henni, vera tekið upp úr sérstöku riti um líf
og starfsemi þessara spámanna og um hin stórmerkilegu á-
hrif þeirra bæði á hið pólítiska og trúarlega líf samtið-
ar sinnar.