Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 96
96
tan (2 Sam. x, 19—27); en þótt ljóð þessi séu með réttu
eignuð Davíð, er álitið, að »bók hins réttiáta« í heild
sinni sé ekki framkomin fyr en alllöngu seinna á fyrra
konungatímabilinu. Frá sama tímabili eru sennilegast einn-
ig ljóðin í 1. Mós. 49, eða hin svo kallaða »Jakobs-blessun«,
er eldri tímar hugðu vera spádóm hins aldraða Jakobs
um framtíð sona sinna. En spádómur er þetta ekki,
heldur (sögulegur) skáldskapur miklu seinni tírna. Og að
hann sé frá kouungatímabilinu, á það bendir meðal ann-
ars það, sem þar er sagt um Júda, því að sú ættkvisl
hefst eigi til vegs og virðingar fyr en ísrael hefir fengið
konung yfir sig af þeirri ættkvisl (Davíð). Ef til vill eru
þessi ljóð frá dögum Davíðs1). Þar á móti eru ljóðin í
5. Mós. 33, eða hin svo nefnda »blessun Móse« af flestum
taiin enn yngri.
Um Sálmabókina- gátum vér þess áður, að hún væri
til orðin á ýmsum tímum, en væri hvorki í heild sinni
verk Davíðs né henni safnað saman af Davíð; en að í
henni kunni að finnast sálmar frá þessu tímabili, er ekki
fyrir synjað með því, og þá ekki heldur, að þar kunni
að vera sálmar eftir Davíð sjálfan. Reyndar er nú svo
komið, — gagnstætt þvi, sem áður var, er ekki mátti
vefengja höfundsskap Davíðs að nokkurum þeim sálmi,
sem honum er eignaður í Sálmabókinni, án þess að þeg-
ar í stað væru heimtuð hin skírustu rök fyrir því,—að nú
virðist ekki mega eigna Davíð einn einasta sálm, án þess
að strax séu heimtaðar ótvíræðar ástæður fyrir því, eða
1) Buhl álítur þó hugsanlegt, að það geti veriS ort
á dómaratímabilinu og finnur þeirri skoSun sinni stuSning í
því, sem þar er sagt um ánauS Issaskars (v. 15) og hinum
fyrirlitlegu ummælum um Leví (v. 5.—6.). Wellhausen
álítur þar á móti, aS kvæSi þetta só í heild sinni frá tímun-
um e f t i r skiftingu ríkisins.