Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 97
97
með öðrum orðum: nú hneigjast flestir að þeirri skoðun,
að Davíð hafi ekki ort einn einasta af sálmum þeim, sem
honum eru eignaðir, og meira að segja, að þeir séu allir
orðnir til eftir herleiðinguna. Aðalástæðan, sem færð er
fyrir því, að Davið hafi ekki ort sálma, er sú, að líf og
persóna Davíðs konungs, eins og þessu er lýst í sögu-
bókum gamla testamentisins, sé þess eðlis, að naumast sé
líklegt, að sá maður hafi nokkru sinni hrært strengi trú-
arhörpunnar eða ort sálma. Hin ágætu sorgarljóð eftir
þá Sál og Jónatan mótmæli ekki þessari skoðun, þvi að i
þeim tali að sönnu’skáld, og það hafi Davíð getað verið, en
þar á móti ekki trúarskáldið, er talar í sálmunum, er við
Davíð séu kendir. En hér er vafalaust farið of langt.
Þótt allir þeir sálmar, sem Davíð eru eignaðir, hvorki
séu né geti verið eftir hann, (þannig eru þeir fáir meðal
málsmetandi guðfræðinga á vorum dögum, er ekki játi, að
iio. sálmurinn, sem svo oft er vitnað til í nýja testament-
inu, sé naumast eftir Davíð,) þá er ekki með því sagt, að
enginn sé eða geti verið það. Því hvað það snertir, að
Davíð hafi naumast haft það hugarfar til að bera, er
vænta megi hjá andlegu skáldi, þá er þess ekki gætt, hve
fjölbreytt lyndiseinkunn Davíðs er. Það er satt: Davíð kon-
ungur var engan veginn sú hin dýrðlega fyrirmynd guð-
hræðslu og guði helgaðrar breytni, sem hann er oft talinn í
uppbyggilegum ritum, prédikunum og biblíusögum, þrátt
fyrir ýmsa vitanlega bresti hans. Hann er geðríkur maður
mjög, ofsafullur og jafnvel stundum grimmur, en jafnframt
því er hann og tilfinningamaður hinn mesti og undirniðri
guðhræddur maður. Þetta kann nú einhverjum að virðast
hvað á móti öðru í meira lagi; það er það líka, en þess
ber að gæta, að hann er barn sinna tíma, og að heimta
hjá honum siðferðishugmyndir kristindómsins í fullum
blóma, nær auðvitað ekki neinni átt. Skáldskapargáfuna
7