Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 98
9S
hefir hann, svo framarlega sem hann hefir ort sorgarljóð-
in eftir Sál og Jónatan,—og það munu flestir ætla, — svo
að ekki er óhugsanlegt, að hann hafi einnig ort trúarljóð
á þeim augnablikum lífsins, er hið góða og göfuga var
ofan á í sálu hans. Þannig eru sterkar líkur fyrir því,
að hann hafi ort 18. sálminn, þar sem sá sálmur er eign-
aður honum í söguritunum (sbr. 2 Sam. 22). Sömuleið-
is er alt efni 51. sálmsins, þegar það er skoðað í sam-
bandi við sögu Davíðs, þannig, að sá sálmur gæti mjög
vel verið eftir hann. — En hvort sem nú þessir sálmar
eru eftir Davíð sjálfan eða alls enginn, þá talar tilvera
musterisins í Jerúsalem sterklega fyrir því, að eitthvað
af sálmunum sé ort á þessu tímabili, sem hér ræð-
ir um.
Og eins og ætla má, að eitthvað hafi verið ort af
sálmum á þessu tímabili, þannig er mjög iíklegt, að eitt-
hvað af Orðskviðunum sé orðið til á því, þótt eigi nái
það neinni átt að eigna Salómon konungi þá alla. Því
að Orðskviða-bókin ber þess ljóslega vott, að þar er
safnað saman í eina heild orðskviða-söfnum frá gagnó-
líkum tímum. Orðskviðirnir eru eins konar heimspeki-
legur skáldskapur, heilræði og lífsreglur framsettar í stutt-
um og kjarnyrtum setningum.
A þessu tímabili taka einnig lagasöfnin að myndast.
Elzta lagakerfið, sem fyrir oss verður í gamla testament-
inu, er án efa það, sem stendur í 2 Mós. 20—23.
í 20. kap. eru hin svo nefndu »tíulaga-boðorð« (Tfekalogos)
en í 21.—23. kap. lagakerfi það, er »Sáttmálsbókin« (sbr.
2 Mós. 24, 7) nefnist.
Um tíulaga-boðorðin eru býsna skiftar skoðanir, hvort
þau í sinni núverandi mynd séu frá dögum Móse eða
síðar til orðin. Sú skoðun, að þau séu frá dögum Móse,
hefir unnið svo mikla helgi í meðvitund manna, að marg-
ir munu eiga erfitt með að sætta sig við þá hugsun, að