Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 99
99
þau séu seinna til orðin. En hvað um það — því verð-
ur eigi neitað, að margt virðist benda á, að þau sé í
sinni núverandi myndyngri. Þannig ber hvíldardags-boð-
orðið, eins og það er rökstutt í 2 Mós. 20., það með
sér, að það er í þeirra mynd yngra en Prestaritið, því
að það er þar sett í samband við heimssköpunina, eins
og Prestaririð skýrir frá henni (i. Mós. i, i—2, 3) og
rökstutt með þvi, að guð hafi hvílst á hinum sjöunda
degi (1. Mós. 2, 2—3); í 5. Mós. 5, 15 er hvíldardag-
urinn þar á móti settur í samband við útförina af Egipta-
landi. En hér kemur fleira til greina. Þannig verður
það því óskiljanlegra, sem lengur er um það hugsað,
hvernig myndadýrkun er látin viðgangast um alt ríkið
fram að dögum Salómons, og í norðurríkinu (ísraelsriki)
frá skiftingu rikisins alt þangað til norðurríkið líður und-
ir lok, hafi á öllu þessu tímabili til verið jafnákveðið bann
og 2. boðorðið gegn myndadýrkun og yfir höfuð þvi, að
gera myndir af guði eða himneskum verum. Enn fremur
virðist 10. (9.) boðorðið, þar sem talað er um að girnast
hús náungans, benda til síðari tíma en dvalarinnar hjá
Sínaí. Fyrir því er það nú álit margra, að tíulaga-boðorð-
in í sinni núverandi mynd séu að mestu tilorðin á tíma-
bilinu eítir að myndalausa guðsdýrkunin hefst í helgi-
dóminum í Jerúsalem og tekið er að berjast gegn hin-
um gamla sið, myndadýrkuninni, en það er einmitt á
fyrri hluta konungatímabilsins. Og án þess að vilja halda
þvífram, að boðorð þau, er fyrir oss verða i 2 Mós. 341)
1) Boðorð þau, sem fyrir oss verða í 2. Mós. 34., hafa
upphaflega staðið í Jahve-ritinu, og getur naumast nokkur
vafi leikið á því, að höf. þess hefir á 1 i t i ð, að þessi boðorð
vœru einmitt hin tíu, er Móse reit á steintoflurnar (sbr. 27.
og 28. veisið). En þessi boðorð hafa hljóðað svo: I. Þú
7*