Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 100
100
séu hin upprunalegu tíulaga-boðorð frá Sínaí, eins og
sumir hafa fullyrt, þá virðist margt mæla með því, að
tíulaga-boðorðin hafi upphaflega staðið þeim nær að anda
og efni en þau gjöra í sinni núverandi mynd. En eins
og tíulaga-boðorðin eru tekin upp í Elóhímritið hafa þau
legið fyrir á konungatímabilinu.
»Sáttmálsbókin« inniheldur aðallega reglur fyrir hinu
borgaralega lifi og hegningarákvæði, og hafa höfundar
Jahve- og Elóhímritsins fundið það rit fyrir, er þeir sömdu
rit sin og tekið það upp í þau. Að í Sáttmálsbókinni
geti ýms lagaákvæði frá elztu tímum og vafalaust
einnig frá Móse-tímabilinu, um það eru nú flestir á eitt
sáttir, en að safnið í heild sinni sé svo gamalt, vilja menn
vefengja, aðallega af þeirri ástæðu, að þar virðist gert ráð
fyrir þvi, að þjóðin hafi þegar um langan aldur átt fasta
búsetu í landinu, stundað þar akuryrkju og kvikfjárrækt
(sbr. 2. Mós. 21, 28—36; 22, 1. 5.), og fastri félags-
skipin verið komið þar á í flestum greinum. A dómaratíma-
bilinu er safn þetta sem heild naumast til orðið, því að
eftir því, sem frekast verður séð, eru menn þá enn ekki
teknir að safna slíkum lögum saman eða skipa þeim i
heildarkerfi; á því er eigi byrjað fyr en á öndverðu kon-
ungatímabilinu.
skalt eigi fa’.la fram fyrir neinum öðrum guSi [v. 14]. II.
Þú mátt engin steypt goð gjöra þér [v. 17]. III. Þú skalt
ha'.da hátíS hinna ós/rSu brauSa [v. 18]. IV. Alt, sem fyrst
fæSist, skal heyramér til [v. 19]. V. Sex daga skaltu vinna,
en hvílast hinn sjöunda [v. 21]. VI. Þú skalt halda upp-
skeruhátíSina viS árslok [v. 22]. VII. Þú skalt eigi
blanda súru blóS fórnar minnar [v. 25]. VIII. Páskafórnin
má ekki liggja til morguns [v. 25]. XI. HiS bezta af
frumgróSa þíns lands skaltu færa til húss drottins þíns
[v. 26]. X. Þú skalt ekki sjóSa kiSiS í mjólk móSur sinn-
ar [v. 26].