Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 101
IOI
Það er og mjög sennilegt, að ýmislegt af lögum og
fyrirmælum viðvíkjandi guðsdýrkun, helgihaldi og helgi-
siðum, sé til orðið á þessu tímabili, enda virðist tilvera
Salómons-musterisins jafnvel krefjast þess. Það er engan
veginn vottur hins gagnstæða, að »Sáttmálsbókin« er svo
fátæk að slíkum lagaákvæðum; það gæti eins vel verið
bending um, að slíkra laga sé annarstaðar að leita og að
þeim hafi verið haldið út af fyrir sig, vegna þess hve
þau í sumu tilliti voru öllum almenningi óviðkomandi.
Þegar svo löngu seinna, á tímunum eftir herleiðinguna, er
tekið að safna því saman, sem til var af lagafyrirmælum
frá eldri tímum, hafa þessi lög frá konungatímabilinu
einnig verið tekin upp í lagasöfnin. En hvað og hve
mikið, verður ekki með neinum rökum sýnt eða sannað.
IV.
Um miðbik konungatímabilsins eða um 800 f. Kr.
hefst spámanna-úmabWíQ í sögu ísraels og við það breyt-
ist margt í andlegu lífi þjóðarinnar. Trúarhugsjónirnar
verða göfugri og hreinni, siðferðiskröfurnar fullkomnari
en nokkru sinni áður.
Þetta er þó eigi svo að skilja sem spámenn hafi eigi
komið fram í sögu Israels fyr en með byrjun síðari hluta
konungatímabilsins. Spámenn hafði ísrael átt frá elztu
tímum. En frá byrjun 8. aldar taka þeir fremur en áður
að skifta sér af menningarlífi þjóðarinnar yfirleitt og hinu
pólitiska lífi, auk hins trúarlega og siðferðilega lífs. En
við það, að áht þeirra vex með þessu og orð þeirra öðl-
ast meira gildi meðal almennings, taka þeir nú, miklu
meira en áður hafði tíðkast, að skrásetja það sem þeim
var hughaldið — og við það taka spámanna-ritin að koma
fram. Spámennirnir verða sannkallaðir siðbótamenn þjóð-
ar sinnar. Þeir leiða huga manna frá hinu ytra til hins
innra lífs og sýna fram á það, hvernig öll velfarnan þjóð-