Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 104
104
um, nema 14 síðustu versin (7, 7—20), sem álitið er,
að séu seinni viðbót frá tímum herleiðingarinnar. Nahúm
starfar á tímabilinu 660—606, Zejanja á dögum Jósia,
líklega fyrir siðbótina árið 621. Nokkru seinna kemur
Habakuk fram. Þá er Assýríuríki liðið undir lok, en
Babýloníuríki tekið að ógna Júdaríki, og reynast Kaldear
engu mjúkhentari en Assýrar áður. Líklega er spádóms-
bók Habakuks frá því skömmu fyrir eða eftir dauða
Jósía (609).
Síðasti spámaður þessa tímabils er Jeremía, sonur
Hilkíja prests frá Anatot. Arið 627 tekur hann spá-
mannskölluninni og vinnur að spámannsstarfi sínu í sam-
fleytt 40 ár, fyrst í Jerúsalem, þangað til Kaldear taka
borgina, síðan í Mispa og loks í Tachpanches á Egipta-
landi. Spádómsbókin, sem við hann er kend, er ekki
beinlínis hans verk, en mikið af innihaldi hennar eru
spádómar, sem Jeremía lét Barúk Íærisvein sinn færa í
letur (Jer. 36, 23—32). Seinna hefir svo verið bætt við
fleiri spádómum bæði eftir Jeremía og aðra, og höfuðat-
riðunum úr raunaæfi Jeremía. Allur 52. kap. er sérstök við-
bót við ritið í heild sinni, er ekki getur verið samirx fyr
en eftir árið 561, því að í kapítuia þessum er getið viðburð-
ar frá því ári. Annars er þessi kapituli að miklu leyti
orðrétt tekinn úr 2. Kong. 24. og 2 5. kap. og hefir honum lík-
lega verið skeytt aftan við spádómsritið af þeim mönn-
um, er eftir lát Jeremía söfnuðu spádómunum saman og
röðuðu þeim niður.
Seint á þessu timabili er j. Mósebók samin, að
mmsta kosti aliur hinn lagalegi höfuðstofn hennar, því
að sögulega umgjörðin getur hugsast, að sé nokkuð yngri.
Sennilegast er bókin samin nokkrum tíma áður en hún
er lögleidd (árið 621) sem lögbók fyrir þjóðina.1
1) Sjá að öðru leyti ritgjörð mína um »Móse-bækurnar«.