Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 105
IOJ
Nokkru eftir að 5. Mós. hefir öðlast lagagildi er
lokið við Dómarabókina, sem eins og áður er tekið fram,
ber á s'ér sýnileg merki bess, að höf hennar eða sá, er
lagt hefir síðustu hönd á verkið, hefir þekt 5. Mós. og
lifað í þeim anda og hugsunarhætti, er skapast við hana.
Ekki löngu seinna er að mestu lokið við hinar aðrarsvo nefndu
»deuteronomistisku« sögubækur, sem sé Samúels-bækurn-
ar og Konunga-bækurnar.
Samúds-bœkurnar hafa upphaflega verið eitt rit. Það
er »Sjötíumannaþýðingin« (Septuaginta), er fyrst skiftir
þeim i tvent. Nafnið er svo til komið, að Samúel er
merkasta persóna þess tímabils, sem bækurnar byrja á,
og hefir mikil áhrif á sögu beggja fyrstu konunganna í
ísrael. Bækur þessar eru samsteypa fleiri heimildarrita
að nokkru leyti. Tvö þeirra eru bersýnileg. Hið eldra
er án efa frá 8. öld og líkist Elóhím-ritinu í allri með-
ferð efnisins, þótt orðaval og litháttur hins vegar beri
það með sér, að höfundur þess er allur annar. Yngra
neimildarritið er afturyngra en 5. Mós. Sérstaklega kemur
heimildarrita samsteypan áþreifanlega í ljós í 1. Sam. ié.—
18. kap. Þar eru tvær sögur fléttaðar saman, er segja hvor á
sinn hátt frá þvi, er Davíð kemur fyrst fram. Samkvæmt
annari (16, 14—23) er Davíð hraustur kappi og her-
maður, vel vaxinn og vel máli farinn, sem er fenginn
til að ganga í þjónustu Sáls sakir þess, hve vel hann
leikur á hörpu, og er þegar i stað gerður að skjaldsveini
hans (v. 18. 21). Samkvæmt hinni frásögunni (17, 1 —
18, 5) er Davið hjarðsveinn, er ekkert kann til herþjón-
ustu, en athygli konungs er vakin á honum við það, að
hann leggur Golíat Fiiistea-kappa að velli. I 17, 55 spyr
konungur hershöfðingja sinn á þessaleið: »Abner, hvers
sonur er þessi ungi maður?« Og Abner svarar: »Svo
sannarlega sem þú lifir, ó konungur, veit eg það ekki!«
En í kapítulanum á undan er búið að segja frá því,