Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 106
hvernigDavíð hafi verið fenginn til að leika á hörpuíyrir Sál,
honum til afþreyingar, og hvernig Davíð hafi sgjörst hon-
um mjög kær« og »fundið náð í augum hans« (v: 21 og
22). Ennfremur er það auðsætt af 17, 12, að hér eru
tvær frásögur fléttaðar sarnan, því að þar er alt í einu
tekið að segja frá Davíð með því orðalagi, að ætla mætti,
að hann hefði aldrei fyrri nefndur verið. Það er engan
veginn hin óvinsæla »biblíu-krítik«, sem fyrst hefir rekið
augun í þetta. Sá sem fyrir rúmum 2000 árum útlagði
Samúels-bækurnar á grisku (í Sjötíumannaþýðingunni) hef-
ir ekki heldur getað felt sig við söguna og fundist hún
mótsagnakend í meira lagi, og því gerir hann sér lítið
fyrir og fellir blátt áfram burtu kaflana 17, 12—31. 41
50. og 17, 55—18, 5, en við það verður hér eftir ein
óbrotin og mótsagnalaus frásaga; því að alt það, sem
hann fellir burtu, myndar aðra áframhaldandi sögu, ó-
háða hinni. Til þess að sannfærast um þetta, þarf ekki
annað en líta í ritninguna. Sé sagan lesin frá byrjun
17. kap. og hlaupið yfir v. 12—31, kemur það í ljós,
að 32. v. er beint áframhald af n v., og sé eunfremur
hlaupið yfir kaflann 17, 35—18, 5, kemur það í ljós, að
6. versið í 18. kap. er beint áframhald 54. versins í 17.
kap. En við þetta hverfii allar mótsagnir, og í stað
einnar frásögu,' fullrar af óskiljanlegustu mótsögnum,
framkoma tvær frásögur heilar, mjög ólíkar hvor annari.
Fyrri frásagan er í 16, 14—23; 17, 1—11 32—54
(nema4i. og 50. v.); 18, 6 o. s. frv.; síðari frásagan þar
á móti er í 17, 12—31. 41. 50. 55—18, 5, Að fyrri
frásagan sé áreiðanlegri en hin síðari, er auðsætt af því,
hversu gamla testamentið sjálft mótmælir síðari frásög-
unni, því, sem þar er sagt frá viðureign þeirra Davíðs
og Golíats; því að samkv. 2. Sam. 21, 19 var það
Elhanan frá Betlehem, en ekki Davíð, er lagði Filistea-
kappann að velli. Höfundur Kroníkubókanna hefir rekið