Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 107
io7
sig á þessa mótsögn og lætur hann því Elhanan drepa
Lahmí, bróður Golíats, en ekki hann sjálfan (i. Kron.
20, 5). Hér mætti benda á enn fleiri dæmi því til
sönnunar, að Samúels-bækurnar séu ekki upprunalega
heildarrit eins manns. En þetta nægir.
Konunga-bœkurnar voru einnig eitt rit upphaflega.
Sjötíumannaþýðingin skiftir þeim í tvent eins og Sam-
úels-bókunum.1 Þær ná yfir tímabilið frá því er Davíð,
eftir uppreisn Adonja, gerir Salómon að ríkiserfingja,
alt þangað til Jójakín losnar úr fangelsinu í Babel 562
f. Kr. En þó svo sé, mun mega álíta, að þær séu að
mestu samdar um eða rétt eftir 600 f. Kr. — en hinu,
sem yngra er, bætt við síðar. Þess vegna teljum vér þær
hér, þótt segja verði, að ekki sé með öllu lokið við þær
fyr en um miðja 6 öld og tilheyri því að réttu lagi
næsta tímabili í sögu Israels. Eins og áður er tekið
fram, styðst höf. við eldri heimildarrit og vitnar oft til
þeirra (sbr. 1 Kon. 11, 41; 14, 19. 29; 15, 7. 23; 16,
20 og víðar). En öll hin sögulega umgjörð ber það
ljóslega með sér, að höf. hefir þekt 3. Mós. og er gagn-
sýrður af þeim anda og hugsunarhætti, sem þar er ráð-
andi. Þetta kemur hvarvetna fram, þar sem böfundur-
inn fer að tala frá eigin brjósti, og eiginlega dæmir hann
alla síðari .konungana eftir aístöðu þeirra af guðsdýrkun-
inni á hæðunum. Hver höf. sé, vita menn ekki; en það
er alment álit manna, að sé höfundur þeirra ekki Jere-
mía sjálfur, þá sé það þó maður náskyldur honum í
andlegu tilliti, er hafi lifað honum samtíða og orðið fyr-
1) í Sjötíuniannaþyðingunni eru þessar sögubækur,
Samúels- og Konunga-bækurnar, nefndar einu nafni Konunga-
bækurnar I—IV (þiþXtoi þaa'.keuov a.{3. y. 8.); en þótt efnið
leyfi slíka samsteypu, leyfir framsetning efnisins það ekki,
svo ólík er hún í Samúels- og Konunga-bókunum.