Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 111
III
fyrri hluta bókarinnar. En einnig gjörvalt efnið ber það
með sér, að spádómar þessir eru orðnirtil eftir eyðilegg-
ingu Jerúsalemsborgar á'rið 586 (sbr. Jes. 44, 26; 58,
12) , eftir burtflutning þjóðarinnar til Kaldealands (sbr. 42,
22; 47, 6) og eftir að Kýros Persakonungur hefir unn-
ið miklar sigurvinningar í Asíu (sbr. Jes. 41, 2—4),
og er tekinn að nálgnst Babýlon, því að spámaðurinn sér
hann í anda sem sigurvegara Kaldeanna og um leið sem
útvalið verkfæri Drottins til þess að leysa hina herleiddu
þjóð úr ánauð Kaldealands (sbr. Jes. 44, 28; 45, 1—4 og
13) . Samkvæmt þessu eru spádómar þessir framkomnir
einhvern tíma á árunum 549 (er Kýros lagði ríki Meda
undir sig) til 538 (er hann vann Babýlon og gaf Gyðing-
um heimfararleyfið). Hver sé höfundur spádóma þessara,
vita menn ekki, en eins og öllum kemur saman um, að
hann hafi lifað á síðari helmingi berleiðingar-tímabilsins,
þannig er það einróma álit manna, að aldrei hafi hið
spámannlega háfleygi náð hærra stigi i ísrael, en einmitt
hjá þessum mikla »evangeliska« spámanni herleiðingarinn-
ar, sem enginn veit nú nafnið á.
Þegar eftir heimkomuna frá Babel taka Gyðingarnir
að hugsa um að koma sér upp nýju musteri í stað hins
brenda. En þótt hyrningarsteinn þess væri lagður mjög
skömmu eftir heimkomuna, líða 16 ár áður en tekið er
að vinna að smíðunum af alvöru. En það var aðallega
að þakka þeim spámönnunum Haggaí og Sakarja, er
komu fram árið 520. Þeir ávítuðu lýðinn harðlega fyrir á-
hugaleysi hans á þessu velferðarmáli, því að það væri þeim
til smánar, að láta hús drottins standa i eyði, en búa
sjálfir í þiljuðum húsum. Rit þessara spámanna eru færð
í letur á árunum 520—516, að undanteknum siðari hluta
bókar Sakarja (9.—14. kap.), sem álitið er að sé ekki eft-
ir Sakarja, heldur sumpart eldri (9.—11. kap. og 13,
7—9) og sumpart yngri (12,1—13, 16 og 14. kap.), en