Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 112
112
hafi verið skeytt aftan við hina upphaflegu bók Sakarja
af þeira manni, er safnaði saman í eina heild »tólf spá-
manna bókinni«.
Um 5. öldina miðja er yngsta spádómsrit gamla
testamentisins samið, sem sé Malakia. Með honum lýk-
ur spámannsstarfinu hjá Israel, eins og það er á tímum
hins gamla sáttmála. Þá taka fræðimennirnir (»hinir
skriftlærðu«) við, og eru þeir upp frá því alt til »fylling-
ar tímans« andlegir leiðtogar þjóðarinnar, er með lögmál-
inu eiga að halda þjóðinni, söfnuði Jahve, á réttri braut.
Eins og áður er á drepið verður lögmálið á þessu
tímabili hinn andlegi verndarmúr þjóðarinnar gegn hvers
konar heiðindómi og villu. Sérstaklega er hér þó átt við
helgisiðalögmálið, en grundvöllinn að því hafði Hezekíel
þegar lagt í herleiðingunni Nú er öllu því safnað sam-
an í eina heild, sem til var af lögum og fyrirskipunum
viðvíkjandi guðsþjónustu, hátíðahaldi, fórnfæringum, presta-
skrúða, skyldum og réttindum presta og Levíta, sumt af
því tekið upp óbreytt, sumt ummyndað og endurbæít
eftir kröfum tímanna, og fjölda nýrra lagasmíða bætt við.
Ávöxtur þessa starfs er oss geytndur í því af heimildar-
ritum Móse-bókanna, er vér nefnum Prestaritið, en það
er samið eftir herleiðinguna, þótt ef til vill hafi þegar
áður verið tekið að safna til þess. Rit þetta verður fyr-
ir oss í þeim köflum 1. og 2. Mós., sem ekki tilheyra
Jahve- og Elóhímritunum, allri 3. Mós. og þeim köflum
4. Mós., er snerta fórnfærningar- og hátíðahald. Loks
verða kaflar úr þvi fyrir oss í Josva-bók. Að öðru leyti
skal visað til þess, er áður er skrifað um Prestaritið i
ritgjörðinni um »Móse-bækurnar«.
Nokkru eftir að lokið er við Prestaritið, er tekið að
vinna að samsteypu hinna fjögra miklu heimildarrita,
Jahve- og Elóhimritsins, Prestaritsins og 5. Mós. í eina
heild, og er þvi verki lokið laust fyrir miðja 5. öld er