Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 113
Mósebækurnar og Josvabók koma fram,1 en þá er og
fengin áframhaldandi saga Israelsþjóðar frá öndverðu alt
fram að herleiðingu.
En hér er ekki látið staðar nema. Eins og vér í
gamla testamentinu eigum sögubækur ritaðar í anda 5.
Móse-bókar (Samúels- og Konunga-bækurnar), þannig fáum
vér nú sögubækur ritaðar í anda Prestaritsins. Þessar
sögubækur eru Kronikubækurnar, Esra-bók og Nehemía-
bók. Allar þessar bækur eru eiginlega eitt stórt sögurit,
ritað í einum og sama anda, anda Prestaritsins, líklega
eftir einn og sama höfund. Þetta hafa menn aðallega
ráðið af þessu þrennu: 1) að síðari Kroníkubókin endar á
nákvæmlega sömu orðunum og Esra-bók byrjar (sbr. 2.
Kron. 36, 22. 23 og Esra 1, 1—3), en það ætla menn
að sé gjört einmitt til þess að minna á samband þeirra;
2) að bæði Kroníkubækurnar og Esra- og Nehemía-bók
hljóta, eftir ættartölunum að dæma, að vera samdar ná-
lægt árinu 300; og 3) að orðfærið er hið sama á öllum
fjórum bókunum. Líklega hefir ritinu upphaflega verið
skift í tvent, Kronikubók og Esra-bók, en siðan hvorri
þeirra fyrir sig aftur verið skift í tvent (Vulgata kallar
Nehemia-bók »síðari Esra-bók«).
Kronikubœkurnar rekja söguna frá Adam fram að ár-
inu 338, er Kýros gefur Gyðingum heimfararleyfi, en
ættartalan í 1. Kron. 3, 17—24, er rekur ætt Serúbabels
i 7. lið niður á bóginn, ber það með sér, að bækurnar
eru ekki skráðar fyr en hér um bil 200 árum síðar.
Þær eru í letur færðar eftir að spádómsandinn er þagn-
aður í Israel og allur áhugi manna tekinn að beinast að
musterinu og musterisþjónustunni, prestunum og Levít-
1) Sbr. hvað þetta snertir ritgjörð mína um »Móse-
bækurnar«.
8