Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 114
unum. Höfundurinn er auðsjáanlega gagnsýrður af anda
Prestaritsins og sér varla sólina fyrir dýi'ð prestdómsins.
Það er naumast nokkur vafi á því, að hann er sjálfur
söngmeistari úr flokki Levítanna, því bæði hefir hann vel
vit á öllu því, er lýtur að musterissöng og hljóðfæra-
slætti, og lætur sér sérstaklega vera umhugað um að
gera sem mest úr »afreksverkum« og ómissanleika Le-
vítanna. Rit þetta er þannig vaxið, að ættu fylgismenn
hinnar óhandsamanlegu (abstract) bókstafs-innblásturs-kenn-
ingar nokkurstaðar að geta sannfærst um hve afarfiarri
öllum sanni sú skoðun sé, þá er það hér. Þvi að séu
Kronikubækurnar bornar saman við Konunga-bækurnar,
rekur maður sig á þann aragrúa af mótsögnum, að hver
maður með meðalgreind ætti að geta sagt sér það sjálfur,
að ekki getur nema annarhvor haft á réttu að standa.
En hér er meira en mótsagnir. Höf. hefir auðsjáanlega
rekið augun í það, hve mikið vantar á, að saga Israels,
eins og hdn er sögð x Samúels- og Konunga-bókunum,
komi heim við Prestaritið og margt það, sem þar er lát-
ið vera gildandi lög frá tímum Móse. Ur þessu vili hann
bæta með sögu sinni. Með öðrum orðum: Israels-saga
er hér endursamin og henni umsteypt til þess að hún
geti komið heim við Prestaritið eða skoðanir þess á því,
hversu lífi manna í ísrael hafi verið háttað fyr á tímum.
Kroníkubækurnar eru sorglegt dæmi þess, hvernig sagan
ummyndast þegar hún er látin verða háð trúarsetningum.
Hér eru sérstaklega tvær trúarsetningar einráðar. Önnur
þeirra er sú, að hver maður hreppi hér á jörðu þau ör-
lög, sem hann hefir til utmið; óguðlegir menn hljóti að
hreppa ólán og vansælu hér í heimi, en guðhræddir að
baða í rósum. Af tímanlegum hag rnanna megi því
ráða, hvílíkir þeir séu í augum guðs. Þessa skoðun,
sem Kristur ræðst á hvað eítir annað (sbr. Lúk. 13, 1 —
5 og Jóh. 9, 1—3), aðhyllist höf. Kroníkubókanna auð-