Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 115
sjáanlega og lagar söguna svo í hendi sér, að hver hljóti
laun að maklegleikum. Þess vegna sakber hann t. a. m.
Jósafat fyrir yfirsjón (2. Kron. 20, 36), sem hann er sak-
laus að, eftir því, er segirír. Kong. 22, 50; þess vegna
lætur hann Ahas biða ósigur mikinn fyrir það að hann
gerir samband við Assýra (2. Kron. 28), þar sem 2.
Kong. 16, 7—9 segir, að Ahas hafi fyrir það hlotið frið; og
til þess að gera skiljaniegt fall Jósíja (2. Kron. 3 5, 20
—27) er dróttað að honum glæp einum, sem Konunga-
bækurnar vita ekkert um. I Davíðs-sögu (1. Kron. 10
—29) er að mestu leyti gengið þegjandi fram hjá öllu
því misjöfnu, er um hann er að segja (t. a. m. sögunni
um Úría og Batsebu) og Samúels-bækurnar segja frá; en
aftur skýrt itarlega frá því, hversu Davíð hafi undirbúið
musterissmiðina, er Salómon skyldi framkvæma, en um
það er ekki eitt orð í Samúelsbókunum. I sögu Saló-
mons (2. Kron. 1—9) er ýmsu slept því er ófrægir
Salómon og stjórn hans, en 1. Kong. segir þó skýlaust
frá (t. a. m. 1. Kong. 11.), en hins vegar lýst itarlega
afreksverkum hans (t. a. m. musterisgjörðinni). í 2. Kron.
10—36 er ekkert minst á afdrif Israelsrikis eða spámenn-
ina, sem þar störfuðu, sem Kongb. skýra svo ítarlega
frá, en þar á móti sagt mjög nákvæmlega frá sögu Júda-
ríkis. En þar var líka musterið, með prestum þess og
Levxtum. En hér komum vér að hinni trúarsetningunni,
sem höf. sníður söguna eftir, en hún er sú, að reglur
þær fyrir musterisþjónustunni, sem fylgt var eftir herleið-
ingu (og í öllum aðalatriðunum voru samkvæmar Presta-
ritinu) hafi allar verið i gildi og þeim einum fylgt í frá
dögum Davíðs og Salómons. Þannig er t. a. m. æðsta
prestinum, prestunum og Levitunum eignað vald og á-
hrif, sem sögulega má sanna, að þeir höfðu alls eigi á
eldri tímum. Lærdómsrikur er í því tilliti samanburður á
8*