Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 117
Rutar-bök stendur i biblium vorum næst á eftir
Dómarabókinni, en það er af því, að viðburður sá, er
þar er sagt frá, gerist á tímum dómaranna. En frá
þeim tímum getur ritið með engu móti verið. Tilgang-
ur þess mun vera sá, að fræða lesendurna um forfeður
Davíðs og þannig bæta upp það sem ávantar í Samúels-
bókunum, er ekki vita annað af forfeðrum hans að segja
en það, að faðir hans hafi heitið Isaí. En auk þess hafa
menn álitið, að tilgangur ritsins væri sá, að andmæla
hinni miklu óbeit þeirra Esra (9. 10) og Nehemía (13,
23—29) á því, að Gyðingar tækju sér konur af útlendu
kyni, og banni þeirra gegn því; og ætti þá ritið ekki að
vera samið fyr en seint á 5. öld. Aðrir álíta, að tilgangur
þess sé sá, að brýna fyrir mönnum skyldur manna að ganga
að eiga ekkjur ættingja sinna, sem ekki hafa börn eignast;
en þá heyrir ritið fremur til helgiritanna, en til sögubókanna.
A síðari tímum hallast flestir að þeirri skoðun, að ritið
sé sögulegt helgirit, samið annaðhvort í herleiðingunni
eða eftir þann tíma. Þó á sú skoðun, að ritið sé eldra
en herleiðingin, meðal talsmanna sinna enn þá annan eins
mann og Driver.
Hitt ritið er Eíterar-bók. Það var um hana, sem
skáldið kvað:
»Estersbók nefnir aldrei guð
enn þó í ritning standi«,
og skal því ekki neitað, að þetta er sannmæli, því að
guð er aldrei nefndur þar á nafn. En hér má og segja,
að guðs anda verði hér ekki heldur vart nokkurstaðar.
Því sagði hinn frægi guðfræðingur Ewald, að það væri
eins og að falla ffá himnum ofan niður á jörðina, er
maður sneri sér frá öðrum ritum gamla testamentisins að
Esterar-bók. Það er algjörlega veraldleg bók, frásneidd
öllu andlegu, en þó gagnsýrð af brennandi vandlætingar-