Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 118
semi — ekki vegna drottins, heldur — vegna ísrael, og
það eitt gerir oss það skiljanlegt, að slík bók gat náð
sæti meðal heilagra rita guðs-þjóðarinnar. Sá Israel, sem
hér er lýst, er ekki ísrael fyrirheitisins, enda virðist andi
opinberuninnar vera horfinn burt þaðan. Tilgangur bók-
arinnar er aðallega sá, að gera grein fyrir uppruna Púr-
ímshátíðarinnar, og er hún samiu einhverntíma á 3. öld.
Hvort hún sé sögulega áreiðanleg er harla vafasamt, þótt
það sé ekki því til fyrirstöðu, að einhverir sögulegir við-
burðir (t. a. m. Gyðinga-ofsóknir í Persíu) liggi til grund-
vallar. En nær réttu mun þó að telja hana til þjóðsagna.
Lúter var bók þessi mjög ógeðfeld, og segir hanu blátt
áfram um hana, að hún eigi ekki heima í gamla testa-
mentinu. —
■Þá komum vér til hinna eiginlegu helgi- eða fræði-
rita þessa tímabils, og nefnum vér þar fyrst og fremst
Jobs-bók, sem surnir hafa álitið, eins og áður er tekið
fram, að væri frá tímabilinu á undan herleiðingu. En svo
er eigi. Jobsbók er yngri, það sýnir bæði málið, sem
er líkast og á Deutero-Jesaja, og eins samanburður við
önnur rit t. a. m. Jesaja og Jeremía, sem höf. Jobs-
bókar hefir þekt. Sennilegast er, segir Driver, að hún
sé samin í herleiðingunni eða mjög skömmu eftir hana.
Að hér er um fræðandi skáldskaparrit að ræða, en ekki
sögurit, er meðal annars auðsætt af því, að Job og vin
um hans er ekki lýst sem Gyðingum, heldur sem væru
þeir Arabar, og að ekkert tillit er tekið til hinnar sögu-
legu opinberunar. Tilgangur ritsins er sá að svara
spurningunni: Hvers vegna verður hinn réttláti að þjást?
og um leið að hrinda hinni röngu skoðun á sambandinu
milli dygðar og farsældar, er var svo almenn hjá Israel
og meðal annars er önnur hin ráðandi hugsun í Kron-
íku-bókunum.