Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 125
að þessi þjóð hefir átt trúarbrögð, göfugri, háleitari og
hreinni en allar aðrar þjóðir heimsins á þeim tímum,
hefir trúað á lifandi persónulegan guð, er í eðli sínu sam-
einar hina mestu fullkomleika, almætti, gæzku, réttlæti og
heilagleika, hefir skapað veröldina og viðheldur henni og
stjórnar, gerir strangan greinarmun sannleika og lygi,
góðs og ills, og heimtar hlýðni og hreint hjarta af öllum
þeim er tilbiðja hann, af því að hann sjáifur er heilagur.
Vér sjáum hér, hversu átrúnaðurinn verður uppeldismeðal
heillar þjóðar, og meira en það: verður til þess að halda
lifinu í henni, þegar mest kreppir að henni, og varðveita
hana frá glötun og gjöreyðingu þegar, fyrir manna sjón-
um, allar vonir virðast úti. Ekki svo að skilja sem þessi
átrúnaður þjóðarinnar sé jafn-göfugur og hreinn á öllum
tímum æfi hennar. Hér verður miklu fremur vart sífeldrar
þróunar, eftir því sem tímar liða og þjóðinni vex andlegur
móttækileiki fyrir hin opinberuðu sannindi. Því að hvað
uppruna þessarar guðsþekkingar þjóðarinnar snertir, þáfá-
um vér að vita það af ritum þessum, að þessi guð þjóð-
arinnar og hin guðlegu sannindi viðvíkjandi eðli hans og
veru eða kröfum hans til tnannanna, er ekki upp-
fundning eða tilbúningur mannanna sjálfra, heldur gefin
þfim að ofan: Það er guð sjálfur, sem »á ýmsum tím-
um og á ýmsan hátt« hefir opinberað sig ýmsum af
beztu mönnum þjóðarinnar, — mönnum, sem reyndu að
lifa lífi sínu í þjónustu guðs og í einlægri baráttu við
alla synd og rangsleitni, — og veitt þeim, eftir móttæki-
leika hvers þeirra og þroskastigi, réttan skilning á veru
sinni og vilja og tilgangi með mennina. Og fyrir starf-
semi þessara manna, verða hin opinberuðu sannindi smám-
saman andleg eign þjóðarinnar, er flytur henni því meiri
blessun sem hún tileinkar sér þau betur, og býr hana æ
betur og betur undir að vinna í heiminum ætlunarverk
sitt. En einmitt af því að þessi þjóð, sem framleitt hef-