Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 127
Islenzkar kynjaverur í sjó
og vötnum.
Eftir
Olaf Davíðsson.
II.
Stundum íara nykrar nokkuð langt frá vötnum sín-
um í því skyni að tæla fólk í voða, og eru ýmsar sög-
ur til um það. Vor eitt vakti unglingsstúlka yfir túni á
Svínavatni, og var á úði og döggfall mikið. Einu sinni,
þegar stúlkan kom út um nóttina, sá hún gráan hest í
hlaðbrekkunni, og beit hann töðuna með græðgi mikilli,
en það þótti henni kynlegt, að alt vissi aftur á fótum
hans, sem fram veit á öðrum hestum, bæði hófar og hár.
Eftir langa mæðu gat stúlkan nuddað klárnum úr túninu;
tók hann þá á rás, og hljóp í vatnið. Stúlkan varð
hrædd við þetta, og vakti heimamenn. Þegar út var
komið, sást ekki, hvar klárinn hafði bitið og ekki slóð
hans, en rekja mátti spor stúlkunnar í döggfallinu.
Jón hét maður, og bjó á Húnstöðum við Húnavatn.
Guðný hét kona hans. Þau áttu margt barna. Haust
eitt fóru þau til kirkju sem oftar, en börnin voru heima;
sögðu foreldrar þeirra þeim að kveikja, þegar færi að
dimma, og vera ekki úti við. Skömmu eftir að börnin
höfðu kveikt, tóku þau að leika sér uppi á palli; kom þá
steingrár hestur inn í baðstofuna, mjög spaklegur, og