Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 130
torf í kirkjugarðinn á Barði eða Holti í Fljótum á nykri,
en áður en nykurinn hvarf aftur í vatn það, er hann átti
heima í, setti hann upp rassinn, og rak báðar afturlapp-
irnar í nýja kirkjugarðinn; hrundi í hann stórt skarð, og
toldi aldrei í því síðan, hve oft, sem upp í það var hlað-
ið, svo seinast varð að hafa það fyrir hlið á garðinum.1
Til eru og sagnir um það, að hægt sé að temja
nykurinn og hafa hann til brúkunar að staðaldri, eins og
hvern annan hest; er sagt, að ekki þurfi annað til þess
en að sprengja blöðru eða kepp, sem sé undir vinstra
bógnum á honum. Ef það sé gert, t. d. stungið í blöðr-
una, svo að hún springi, þá verði nykurinn spakur úr
þvi, og uni sér vel á þurru landi. Sögn þessi er úr
Grímsnesi. Sagt er og, að hægt sé að fæla r.ykurinn úr
vötnum þeim eða lækjum, er hann hefst við í, með þvi
að bera eld í vatnsfallið í sífellu heilan dag, því þá hverf-
ur hann þaðan, og sést þar aldrei aftur. Munnmæli
þessi eru úr Svarfaðardal.2
Nykratrúin er tíðari sunnan lands en norðan, en þó
má segja, að hún gangi um alt land, og því eru til sög-
ur um nykur nálega í hverju héraði. Þeir eiga að vera
til í fjöldamörgum vötnum og ám, en varla þó í þeim,
sem straumharðar eru. I Grimsey fyrir norðan er það
trú, að nykur sé þar í sjónum, og að hann hneggi, er
hann viti, að eyjarskeggjar hafi sótt kú til meginlands;
verða þær hamslausar af hneggi hans, stökkva í sjóinn,
og farast svo. Til þess bendir og það, að Grímseyingar
hafa ekki árætt að hafa kú í eynni fyr en um miðja
þessa öld.
Enn er til einkennileg saga um nykur, en hún er
sú, að lík menskra manna, sem hjón ein fjölkunnug
1) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 136—37.
2) Þjóðs. og munnmæli 1899, bls. 364—65.