Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 132
132
inn er þykkari og sprungurnar stærri. Fáfróð alþýða
hefir ekki skilið, hvernig gæti staðið á brestum þessum,
og haldið að nykrar eða önnur ferlíki væru að rumskast
éða hneggja. Enn hefir það stutt nykratrúna, að sumum
hestum hættir til að leggjast niður í vatni, og hafa menn
ekki getað skýrt sér þetta öðru vísi en að gera þessa
hesta að afkvæmi nykra og venjulegra hesta. Þetta er
alveg fjarstætt, því nykurinu er fjarri því að vera veru-
legur hestur eftir þjóðtrúnni. Þar, sem hann kemst næst
hestum, er hann þó frábrugðinn þeim að því leyti, að
eyru og hófar vita öfugt á honum við það, sem er á
venjulegum hestum. Nú eru það algild náttúrulög, sem aldr-
ei bregður út af, að ekki geta önnur dýr átt afkvæmi
saman en þau, sem eru náskyld, og þó eru það margar
náskyldar tegundir, sem ekki geta átt afkvæmi saman.
Hestar og asnar geta t. d. átt afkvæmi saman og eins
ljón og tígrisdýr;1 en ekki hundur og tóa, sem eru þó
svo skyld, að þau e: u eitt kyn (Canis)., Sögurnar um
skoffín, skuggabaldur og finngálkn, sem eiga að vera af-
kvæmi kattar og tóu, eru ekki annað en bábiljur einar,
eins og sögurnar bera reyndar bezt með sér sjálfar.2
Hestar og kýr eru líka skyld dýr, þótt skyldleikinn sé
ekki eins nákominn og með hundi og tóu, þar sem þau
eru bæði hófdýr (Ungulata), en þó fer þvi fjarri, að þau
geti átt afkvæmi saman. Samkvæmt þessum náttúrulög-
um er engin skepna til hér á landi, sem getur fyljað
hross nema hesturinn, og allra sízt nykurinn, því hann
hefir aldrei verið til. Sögurnar um nykrana sýna þetta
berlega; en það þó einna greinilegast, að eitthvað djöful-
legt er við alla nykratrú, svo sem, að nykurinn þolir
hvorki að heyra guðs nafn né klukknahringar o. s. frv.
1) Naturen 1898, bls. 382—83.
2) ÞjóSs. J. Árnasonar I, bls. 612—14.