Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 135
taldir manna fjölkunnugastir; áttu þeir að drepa orminn,
en ná gullinu. Þeir steyptu sér í fljótið, en komu bráð-
um upp aftur, og sögðu, að hér væri við mikið ofurefli
að eiga, og væri hvorki mögulegt að bana orminum né
ná gullinu, því annar ormur væri undir guliinu, og væri
sá miklu verri en hinn; bundu þeir þá orminn með
tveimur böndum; lögðu þeir annað fyrir aftan bægslin, en
annað aftur við sporðinn. Aðrir segja þó, að Guðmund-
ur biskup Arason hinn góði (•{• 1237) hafi bundið orm-
inn á báðum endum, og hafi hann gengið berfættur aila
leið frá Hólum og að Lagarfljóti, þegar hann var í þess-
um erindagj 0^0001.’ Eftir þetta getur ormurinn engum
grandað, hvorki mönnum né skepnum, en við ber, að
hann setur kryppu upp úr bakinu, og þykir jafnan vita á
stór tíðindi og ill, þegar það sést, svo sem harðæri og
grasbrest. Enn segja sumir, að ormurinn sé óbundinn.
Að vísu hafi biskup einn farið til Lagarfljóts, og ætlað
að flæma hann úr fljótinu, en ekkert hafi b'orið á hon-
um, meðan biskup var þar. Aftur hafi hann þegar farið
að láta bæra á sér, þegar biskup var farinn.1 2
Oft hefir ormurinn sést, en þó fara fáar sögur af
honum fyrir 1600. 1344 sást hann þó, eftir því, sem
annálar segja. Höfuð og sporður voru niðri í fljótinu,
en hinn hluti skrokksins var í mörgum bugðum; voru
hér um bil 50 álnir milli kryppanna.3
»A dögum herra Marteins fyrir bóluna stóru anno
1555 hafði átt að sjást ormurinn í Lagarfljóti austur, ein
lykkjan af honum, en þrjár fyrir mannfallið mikla, sem
1) Jón Marteiusson þar, sem til er vísað.
2) Gísli biskup Oddsson í De mirabilibus Islandiæ
(Zeitsebr. des Vereins f. Volkskunde I. 1891, bls. 168) og
annál sínum.
3) Islands 1/sing Resens.