Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 136
136
varð anno I594*.1 1607 sást hann í þremur bugðum,
og voru þær svo háar, að hefði ormurinn verið á jafn-
sléttu, þá hefði maður með upprétt spjót í hendi getað
gengið undir þær.2 Hans er líka getið i annálum 1606,
1611, 1612, 1618, 1624, 1639, 1641, 1669, 1671 og
1672.3 Réttara mun og vera að telja stærstu ferlíkin,
sem sáust 1749 eða 1750 frá Arnheiðarstöðum og
Hrafnsgerði4 til ormsins en til annara skrimsla. I Is-
landslýsingu Resens er það haft eftir Oddi biskupi Ein-
arssyni, að ormurinn sé mörg hundruð faðmar að lengd,5
og að ein bugðan, sem hann rak upp úr fljótmu, hafi
verið svo há, að skip með fullum seglum hafi getað far-
ið undir hana sér að skaðlausu, en þegar hann hafi
steypt sér aftur ofan í vatnið, hafi orðið svo rnikill
skjálfti á landi, að nokkrir bæir hafi hrunið. I annað
skifti, á 17. öld, rétti ormurinn svo háa kryppu upp úr
fljótinu, að menn gátu séð undir hana sólina þar, sem
hún var hæst á lofti um hásumar. Sagt er, að ormur-
inn vaxi ávalt. Hann á að losna áður en heimurinn
ferst oct eyða þá alt Fljótsdalshérað.6
Færri sögur fara af orminum í Hvítá. Gísli biskup
Oddson kemst svo að orði um hann í annál sínum:
»Þremur vikum fyrir jól 1623 sást hinn voðalegi ormur
1) Biskupaannálar Jótis Egilssonar í Safni til sögu ís-
lands I, bls. 102.
2) Árbækur Espólíns V, bls. 119.
3) Fyrir flestum þessum árum eru heimildir í Huld
VI, bls. 23—24.
4) ÞjóSs. J. Árnasonar I, bls. 640.
5) Gísli biskup Oddsson segir að sumir segi, aö orm-
urinn í Lagarfljóti só míla að lengd og Jón Eggertsson seg-
ir 1686, að hann sé 5 mílur að lengd. Landfræðissaga Þor-
valds Jhoroddsen II, bls. 229.
6) Jón Marteinsson.