Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 138
138
Ormurinn í Kleifarvatni sást oft um miðja 18. öld.
Hann var svartur að lit og keimlíkur hval, en stundum
áþekkur skötu. Ferlíki þetta var 30—40 álnir á lengd.
í ágúst 1749 skreiddist ormurinn upp á tanga einn í
vatninu, og lá þar hér um bil í tvo tíma, en hvarf svo
aftur út í vatnið. Fólk, sem var við heyskap i grend-
inni, sá þessi undur, en þorði hvergi nærri að koma.1
Til eru og sagnir um sjávarorm, sem lá á gulli, og
get eg hans hér, því hann er náskyldur ormum þeim,
sem rætt hefir verið um. Ormur þessi eða dreki lá í
Ormsbæli, sem er flatt sker austanvert við Papey, þang-
að til Hollendingur einn, sem Kumper hét, skaut á bæl-
ið með fallbyssum til þess að hrekja orminn af gullinu
og ná því sjálfur; flýði ormurinn þá inn á Hamarsfjörð
og hefst þar við síðan; kemur hann í ljós fyrir stórtíð-
indum, og er sagt, að ekki geri betur en svo, að menn
þori að róa til fiskjar á firði þessum.2 3 *
Islenzka ormatrúin stendur á gömlum merg, því hún
á bæði skylt við trúna á miðgarðsorminn og trú þá á
lyngorma, sem kemur sumstaðar fram í fornsögum vor-
um, svo sem í Ragnars sögu loðbrókar.8 Eg veit ekki
með vissu, hvers konar skepna það hefir verið, sem köll-
uð var lyngormur, en líklegast þykir mér, að það sé sú
eina eitraða höggormstegund, sem til er á Norðurlöndum,
og heitir vipcra berus á vísindamáli. Nafnið á að minsta
kosti vel við þessa tegund, því hún heidur einkum til á
lyngheiðum. Nú eru engin skriðdýr til á íslandi, eins
og kunnugt er, og hefir trúin því fluzt frá lyngorminum
til brekkusnigilsins, sem nóg er til af, en þó hefir
1) Ferðabók Eggerts Ólafssonar bls. 878—79.
2) Þjóðsögur J. Árnasonar I, bls. 641.
3) Fornaldarsögur Norðurlanda (Reykjavíkurútgáfan)
I, bls. 4—6.